Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 88

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 88
Magnús Fjalldal Þótt Gray beri þorpsbúana látnu saman við þá sem betur mega sín, þá setur hann hina síðastnefndu hvergi fram sem sérstakan og einslitan hóp, og það gerir Einar ekki heldur í þýðingu sinni. Sem fyrr fer Páll sínar eigin leiðir í þessu efni. Hann dregur andstæðu þorpsbúanna fram sem „sælker- ana“ (8. e.) - yfirstétt sem styðst við „einkavald ... ættartign og glys“ (9. e.). Þessi yfirstétt kúgar alþýðufólk Grays með því að búa því „örlög stirð og fá“ (8. e.) og beinlínis neita því um menntun (13. e.). En þó tekur steininn úr þegar Páll sakar „sælkerana“ um illmæli og háð um verk almúgans sem nú er orðinn að „öreigunum“. Orðið „öreigi" er að sjálfsögðu mjög gildis- hlaðið og ómögulegt að slcilja þýðingu Páls á þessum erindum öðru vísi en að hann sé að lesa stéttabaráttu 20. aldar út úr kvæði Grays. I þýðingu Einars á þessum erindum er það „þóttinn" (8. e) sem lesand- anum ber að varast. Hin stirðu örlög og fáu sem alþýðan býr við í þýðingu Páls verða hér að gleymskunni, forlögum sem enginn þekkir. Illgirni sæl- keranna í garð öreiganna verður hjá Einari að spurningu um hvort nokkur hafi rétt á að smána „fátæka ævi“, og að sjálfsögðu er svo ekki. Og það er heldur ekki yfirstéttin sem slík sem neitar þorpsbúunum um menntun, heldur eru það kjör þeirra almennt. I 7. erindi er fjallað um dagleg störf þorpsbúanna, og enn skilur á milli þeirra Einars og Páls um túlkun þeirra á afköstum og vinnugleði þessa alþýðufólks. Upphrópunarmerkin sem Páll notar sýna að sjálfsögðu þá sérstöku áherslu sem hann vill leggja á störf þorpsbúanna, en í lokalínu erindisins skerpist sá áherslumunur verulega. Einar getur um hin háu tré sem þeir felldu, en Páll lætur þeim hlaupa kapp í kinn (,,kepnir“) og fella hvorki meira né minna en „risaskóg að jörð“. Ef til vill á ólíkur skilningur Einars og Páls á orðinu „rage“ sem Gray notar í 13. erindi kvæðis síns mikinn þátt í að beina þýðingunum sitt í hvora áttina. I þessu erindi fjallar hann um lamandi áhrif fátæktar á menntun og sköpunargáfu: „Chill Penury repressed their noble rage.“ Hér notar Gray orðið „rage“ í þeirri merkingu sem það hefur í gömlum kveðskap þar sem það merkir ekki reiði eða heift heldur innblástur. Einar túlkar orðið sem „fjör“ sem er ekki fjarri lagi, ef það er skilið sem andlegt fjör. Viljandi eða óviljandi kýs Páll að halda sig við nútímamerkingu orðsins, og við það breytir þessi eina ljóðlína: „Köld fátækt bældi þeirra helgu heift" öllum gangi kvæðisins. Aður hafði komið fram gleði þorpsbúanna yfir einföldu heimilislífi með konu og börnum (6. e.) og „þakklátt geð“ (8. e.) í dagsins önn, en nú er því umturnað. I þýðingu Páls er þessi „helga heift“ þorpsbúanna ekki skýrð frekar svo að lesandinn verður að geta sér til um við hvað sé átt. Hér fer varla á milli mála að stéttabaráttan er Páli ofarlega í huga. I neyð sinni hatast hinir undirokuðu öreigar þorpsins við valdastéttina, og það hatur á heilagan 86 fá'/. á .ý3œ/ydjá - Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.