Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 88
Magnús Fjalldal
Þótt Gray beri þorpsbúana látnu saman við þá sem betur mega sín, þá
setur hann hina síðastnefndu hvergi fram sem sérstakan og einslitan hóp,
og það gerir Einar ekki heldur í þýðingu sinni. Sem fyrr fer Páll sínar eigin
leiðir í þessu efni. Hann dregur andstæðu þorpsbúanna fram sem „sælker-
ana“ (8. e.) - yfirstétt sem styðst við „einkavald ... ættartign og glys“ (9. e.).
Þessi yfirstétt kúgar alþýðufólk Grays með því að búa því „örlög stirð og
fá“ (8. e.) og beinlínis neita því um menntun (13. e.). En þó tekur steininn
úr þegar Páll sakar „sælkerana“ um illmæli og háð um verk almúgans sem
nú er orðinn að „öreigunum“. Orðið „öreigi" er að sjálfsögðu mjög gildis-
hlaðið og ómögulegt að slcilja þýðingu Páls á þessum erindum öðru vísi en
að hann sé að lesa stéttabaráttu 20. aldar út úr kvæði Grays.
I þýðingu Einars á þessum erindum er það „þóttinn" (8. e) sem lesand-
anum ber að varast. Hin stirðu örlög og fáu sem alþýðan býr við í þýðingu
Páls verða hér að gleymskunni, forlögum sem enginn þekkir. Illgirni sæl-
keranna í garð öreiganna verður hjá Einari að spurningu um hvort nokkur
hafi rétt á að smána „fátæka ævi“, og að sjálfsögðu er svo ekki. Og það er
heldur ekki yfirstéttin sem slík sem neitar þorpsbúunum um menntun,
heldur eru það kjör þeirra almennt.
I 7. erindi er fjallað um dagleg störf þorpsbúanna, og enn skilur á
milli þeirra Einars og Páls um túlkun þeirra á afköstum og vinnugleði
þessa alþýðufólks. Upphrópunarmerkin sem Páll notar sýna að sjálfsögðu
þá sérstöku áherslu sem hann vill leggja á störf þorpsbúanna, en í lokalínu
erindisins skerpist sá áherslumunur verulega. Einar getur um hin háu tré
sem þeir felldu, en Páll lætur þeim hlaupa kapp í kinn (,,kepnir“) og fella
hvorki meira né minna en „risaskóg að jörð“.
Ef til vill á ólíkur skilningur Einars og Páls á orðinu „rage“ sem Gray
notar í 13. erindi kvæðis síns mikinn þátt í að beina þýðingunum sitt í hvora
áttina. I þessu erindi fjallar hann um lamandi áhrif fátæktar á menntun og
sköpunargáfu: „Chill Penury repressed their noble rage.“ Hér notar Gray
orðið „rage“ í þeirri merkingu sem það hefur í gömlum kveðskap þar sem
það merkir ekki reiði eða heift heldur innblástur. Einar túlkar orðið sem
„fjör“ sem er ekki fjarri lagi, ef það er skilið sem andlegt fjör. Viljandi eða
óviljandi kýs Páll að halda sig við nútímamerkingu orðsins, og við það
breytir þessi eina ljóðlína: „Köld fátækt bældi þeirra helgu heift" öllum
gangi kvæðisins. Aður hafði komið fram gleði þorpsbúanna yfir einföldu
heimilislífi með konu og börnum (6. e.) og „þakklátt geð“ (8. e.) í dagsins
önn, en nú er því umturnað.
I þýðingu Páls er þessi „helga heift“ þorpsbúanna ekki skýrð frekar
svo að lesandinn verður að geta sér til um við hvað sé átt. Hér fer varla á
milli mála að stéttabaráttan er Páli ofarlega í huga. I neyð sinni hatast hinir
undirokuðu öreigar þorpsins við valdastéttina, og það hatur á heilagan
86
fá'/. á .ý3œ/ydjá - Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010