Jón á Bægisá - 01.12.2010, Page 95

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Page 95
Sendibréfum þýðingar (i$lo) þýsku. Svo lengi sem hann notaði ekki til þess þýsku og þýðingu Lúthers, þá ættum við að fá að sjá skínandi fagra og lofsverða þýðingu á þýsku!1 Því við höfum jú öll fylgst með Blekbullunnixv í Dresden2 (ég kæri mig ekki um að nefna nafn hans framar í bókum mínum; auk þess sem hann er nú þegar kominn fyrir hinn æðsta dóm3 og er öllum vel kunnur) sem gagnrýndi Nýja Testamentið mitt; hann gengst við því að þýskan mín sé bæði góð og vönduðxvl og honum hefur vafalaust verið ljóst að hann gæti ekki gert betur sjálfur og vildi samt svívirða hana, óð framxvu og gerði Nýja Testamentið mitt að sínu,xviil nánast orð fyrir orð eins og ég hafði skrifað það, nam brottxlx formálann minn, skýringar og nafnið mitt, bætti inn íxx sínu nafni, formála og skýringum og seldi þannig Nýja Testamentið mitt undir sínu nafni. Æ, börnin góð, hversu sárt það tók mig þegar furstinn yfir SaxlandiXX1 fordæmdi og bannaði að lesa Nýja Testamenti Lúthers í sínum viðurstyggilegaxxli formála, en fyrirskipaði um leið að lesið skyldi Nýja Testamenti Blekbullunnar sem í reynd er eitt og hið sama og Lúthers. Og til að enginn hér haldi að ég fari með fleipur, þá takið ykkur bæði Testamentin í hönd, Lúthers og Blekbullunnar, setjið þau hlið við hlið og þá mun ljóst verða hvor okkar er þýðandinn. Því þrátt fyrir að hann hafi klastraðxxlli eitthvað og breytt á stöku stað — þó mér líki það ekki allt, þá get ég alveg lifað með því og hlýt engan sérstakan skaða af, hvað textann áhrærir; þess vegna hef ég aldei viljað skrifa gegn því, en gat ekki annað en hlegið að þeirri miklu visku að Nýja Testamentið mitt skuli hafa verið svo viðurstyggilega útandskotað, fordæmt og forboðið þegar það kom út undir mínu nafni, en verið skyldulesning þegar það kom út undir annars manns nafni. Enxxlv hvers konar dyggð það sé, að lasta og gagnrýna vægðarlaust bók annars manns en stela henni síðan og gefa út undir eigin nafni — og leita sér þannig í gegnum úthrópað verk annars lofs og orðstírs fyrir sjálfan sig, það eftirlæt ég dómara hans að finna út úr. Mér nægir í öllu þessu og það gleður mig (eins og heilagur Páll lofar)4 að verk mitt skuli hljóta framgang, einnig fyrir sakir íjenda minna og að bók Lúthers án nafns Lúthers sé lesin undir nafni íjandmanns hans. Gæti ég hefnt mín betur? 1 Þýð.: Hér er Lúther að sjálfsögðu að tala í háði. 2 Þýð.: Hér er átt við Hieronymus Emser sem átti í ritdeilum við Lúther allt frá 1519 og var fenginn af Georg von Sachsen til að yfirfara þýðingu Lúthers með Vúlgötu að leiðar- ljósi. Hann fann 1400 frávik og gaf sjálfur út eigin gerð af Nýja Testamentinu 1527 sem var nánast samhljóma þýðingu Lúhers. Verkið undir hans nafni hlaut mikla útbreiðslu á meðal kaþólskra manna. 3 Þýð.: Hieronymus Emser lést 1527, þremur árum áður en Lúther skrifar þetta bréf. 4 Þýð.: Bréf Páls til Filippímanna 1:18 — ÍB’07, NT bls. 249: „En hvað um það, Kristur er allt að einu boðaður, hvort sem það heldur er af uppgerð eða heilum hug. Og þetta gleður mig. Já, það mun áfram gleðja mig.“ á .ýSayáá — Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki. 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.