Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 100
Marteinn Lúther -Anna Sigurbjörg Sigurðardóttir
því marki né hitt á það rétta, því latnesku bókstafirnir gera það fram úr
hófi erfitt að tala góða þýsku.
Alveg eins þegar svikarinn Júdas segir í Matteusarguðspjalli 26:8: Ut
quid perdítio haec?1 og í Markúsarguðspjalli 14:4: Ut quid perdítio ista
unguénti facta est?2 Fylgdi ég ösnunum og bókstafsþrælunum þá hlyti ég að
þýða þetta svona á þýsku: Warum ist diese Verlierung der Salben geschehen?
[Af hverju hefur þetta tap smyrslsins gerst?] En hvers konar þýska er þetta?
Hvaða Þjóðverji talar svona: Tap smyrslsins hefur gerst? Og ef hann hefur
skilið þetta rétt, þá heldur hann að smyrslið sé týnt og það verði líklega að
leita að því; hversu torrætt og óljóst sem það hljómar einnig. Ef þetta á að
heita góð þýska, af hverju stíga þeir þá ekki fram og útbúa fyrir okkur slíkt
fínt, huggulegt, nýtt, þýskt Testament og láta Testamentið hans Lúthers
kyrrt liggja? Mér finnst líka að þeir ættu að láta ljós lista sinna skína. En
hinn þýski maður mundi segja (Ut quid etc.): Was soll doch solcher Unrat,
[Hvað á svona sóun að þýða] eða: Was soll doch solcher Schade? [Hví láta
fara svona til spillis?] Nei, þarna er illa farið með smyrslin — það er góð
þýska, sem fær mann til að skilja að Magdalena hafi farið óráðlega með
smyrslin þegar hún hellti þeim og sólundaði; það var meining Júdasar því
hann hafði önnur og að hans mati betri not fyrir þau í huga.
Sama gildir þegar engillinn Mariam heilsar og segir: Gegriifíet seist du,
Maria voll Gnaden, der Herr mit dir. [Heil sért þú María full náðar, Herr-
ann er með þér.]3 Nú, gott og vel - svona hefur þetta einfaldega verið þýtt
orð fyrir orð úr latínu yfir á þýsku hingað til. En segið mér, hvort þetta eigi
líka að heita góð þýska? Hvenær mælir þýskur maður svo: Þú ert full náðar?
Og hvaða Þjóðverji mundi skilja hvað þetta þýðir: Full náðar? Hann hlýtur
að hugsa um ámu fulla bjórs eða pyngju fulla peninga; því hef ég þýtt þetta:
Du Holdselige [Þú hin blessaða], sem gerir hverjum Þjóðverja mun auðveld-
ara að skilja hvað í kveðju engilsins felst. En hér ætla pápistarnir að tapa
glórunni út af mér, að ég skuli hafa spillt svo engilsins kveðju, jafnvel þó ég
hafi þarna ekki hitt á bestu þýðinguna. Og hefði ég tekið bestu þýskuna
hérna og þýtt kveðjuna svona: Gottgriifíe dich, du liebe Maria [Guð heilsar
þér, þú kæraxxxv María] (því þetta er það sem engillinn vill sagt hafa og
þannig hefði hann mælt hefði hann ætlað að heilsa henni á þýsku), þá held
ég að þeir hefðu líklega hengt sig eigin hendi í upptendruðum eldmóði
vegna hinnar elskulegu Maríu, að ég hafi svo gjöreyðilagt kveðjuna.
1 Þýð.: Matteusarguðpsjall 26:8 — ÍB’07, NT bls. 37-38: „Við þessa sjón urðu lærisvein-
arnir gramir og sögðu: „Til hvers er þessi sóun?““
2 Þýð.: Markúsarguðpsjall 14:4 — ÍB’07, NT bls. 64: „En þar voru nokkrir er gramdist
þetta og þeir sögðu sín á milli: „Til hvers er þessi sóun á smyrslum?““
3 Þýð.: Lúkasarguðspjall 1:28 — IB’07, NT bls. 72: „Og engillinn kom inn til hennar og
sagði: „Heil vert þú sem nýtur náðar Guðs! Drottinn er með þér.““
98
á U3ayáiá - Tímarit um þvðingar nr. 14 / 2010