Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 100

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 100
Marteinn Lúther -Anna Sigurbjörg Sigurðardóttir því marki né hitt á það rétta, því latnesku bókstafirnir gera það fram úr hófi erfitt að tala góða þýsku. Alveg eins þegar svikarinn Júdas segir í Matteusarguðspjalli 26:8: Ut quid perdítio haec?1 og í Markúsarguðspjalli 14:4: Ut quid perdítio ista unguénti facta est?2 Fylgdi ég ösnunum og bókstafsþrælunum þá hlyti ég að þýða þetta svona á þýsku: Warum ist diese Verlierung der Salben geschehen? [Af hverju hefur þetta tap smyrslsins gerst?] En hvers konar þýska er þetta? Hvaða Þjóðverji talar svona: Tap smyrslsins hefur gerst? Og ef hann hefur skilið þetta rétt, þá heldur hann að smyrslið sé týnt og það verði líklega að leita að því; hversu torrætt og óljóst sem það hljómar einnig. Ef þetta á að heita góð þýska, af hverju stíga þeir þá ekki fram og útbúa fyrir okkur slíkt fínt, huggulegt, nýtt, þýskt Testament og láta Testamentið hans Lúthers kyrrt liggja? Mér finnst líka að þeir ættu að láta ljós lista sinna skína. En hinn þýski maður mundi segja (Ut quid etc.): Was soll doch solcher Unrat, [Hvað á svona sóun að þýða] eða: Was soll doch solcher Schade? [Hví láta fara svona til spillis?] Nei, þarna er illa farið með smyrslin — það er góð þýska, sem fær mann til að skilja að Magdalena hafi farið óráðlega með smyrslin þegar hún hellti þeim og sólundaði; það var meining Júdasar því hann hafði önnur og að hans mati betri not fyrir þau í huga. Sama gildir þegar engillinn Mariam heilsar og segir: Gegriifíet seist du, Maria voll Gnaden, der Herr mit dir. [Heil sért þú María full náðar, Herr- ann er með þér.]3 Nú, gott og vel - svona hefur þetta einfaldega verið þýtt orð fyrir orð úr latínu yfir á þýsku hingað til. En segið mér, hvort þetta eigi líka að heita góð þýska? Hvenær mælir þýskur maður svo: Þú ert full náðar? Og hvaða Þjóðverji mundi skilja hvað þetta þýðir: Full náðar? Hann hlýtur að hugsa um ámu fulla bjórs eða pyngju fulla peninga; því hef ég þýtt þetta: Du Holdselige [Þú hin blessaða], sem gerir hverjum Þjóðverja mun auðveld- ara að skilja hvað í kveðju engilsins felst. En hér ætla pápistarnir að tapa glórunni út af mér, að ég skuli hafa spillt svo engilsins kveðju, jafnvel þó ég hafi þarna ekki hitt á bestu þýðinguna. Og hefði ég tekið bestu þýskuna hérna og þýtt kveðjuna svona: Gottgriifíe dich, du liebe Maria [Guð heilsar þér, þú kæraxxxv María] (því þetta er það sem engillinn vill sagt hafa og þannig hefði hann mælt hefði hann ætlað að heilsa henni á þýsku), þá held ég að þeir hefðu líklega hengt sig eigin hendi í upptendruðum eldmóði vegna hinnar elskulegu Maríu, að ég hafi svo gjöreyðilagt kveðjuna. 1 Þýð.: Matteusarguðpsjall 26:8 — ÍB’07, NT bls. 37-38: „Við þessa sjón urðu lærisvein- arnir gramir og sögðu: „Til hvers er þessi sóun?““ 2 Þýð.: Markúsarguðpsjall 14:4 — ÍB’07, NT bls. 64: „En þar voru nokkrir er gramdist þetta og þeir sögðu sín á milli: „Til hvers er þessi sóun á smyrslum?““ 3 Þýð.: Lúkasarguðspjall 1:28 — IB’07, NT bls. 72: „Og engillinn kom inn til hennar og sagði: „Heil vert þú sem nýtur náðar Guðs! Drottinn er með þér.““ 98 á U3ayáiá - Tímarit um þvðingar nr. 14 / 2010
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.