Jón á Bægisá - 01.12.2010, Síða 103

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Síða 103
Sendibréfum þýðingar (1530) með; eins og í sjötta kafla Jóhannesarguðspjallsins1 þar sem Kristur segir: Diesen hat Gott der Vater versiegelt. [Þennan mann hefur Guð, faðirinn innsiglað.] Þarna hefði líklega hljómað betur á þýsku að segja: Diesen hat Gott der Vater gezeichnet [Þennan mann hefur Guð, faðirinn auðkennt] eða diesen meinet Gott der Vater [Guð, faðirinn á við þennan mann]. En ég vildi frekar halla á þýska tungu, heldur en víkja frá orðinu.2 Æ já, þýðingar eru ekki hvers manns kúnst eins og vitfirrtu dýrlingarnir vilja vera láta; til þess þarf réttsýnt, guðrækið, trúfast, kostgæfið, guðhrætt, kristið, hálært, lífsreynt og þjálfað hjartalag. Því fullyrði ég að enginn kristinn maður sem er óheill í trúnnixl eða er uppreisnarmaður3 geti þýtt sannferðuglega; sem sést best á þýsku þýðingunni á Spámönnunum sem kennd er við Worms4 og greinilega hefur verið lögð mikil alúð við og þýsku minni fylgt náið. En þar hafa gyðingar5 komið að málum sem hafa litla ást á Kristi — útaf fyrir sig hefðu alúð og listfengi nægt þarna.6 Svo mikið sé um þýðingar og eðli tungumálanna sagt. En nú var ég 1 Þýð.: Jóhannesarguðspjall 6:27 — ÍB’07, NT bls. 123: „ Aflið yður eigi þeirrar fæðu sem eyðist heldur þeirrar fæðu sem varir til eilífs lífs og Mannssonurinn mun gefa yður. Því faðirinn, sjálfur Guð, hefur veitt honum vald sitt.“ 2 Þýð.: Michael D. Marlowe endurskoðaði og skýrði enska þýðingu dr. Garys Mann á Ein Sendbrief vom Dolmetschen 2003 og er textinn birtur á vefsíðunni www.bible-researcher. com. Þar er útskýrt í neðanmálsgrein að „það er augljóst af spássíuathugasemd Lúthers við Jóhannesarguðspjall 6:27 í þýska Testamentinu, að Lúther vill þýða gríska orðið espragisen mjög bókstaflega á þessum stað, því þýska orðið versiegelt [innsiglaðj muni gefa í skyn merkinguna „merkt innsigli heilags anda“ (þýð.: Eins og merkingin er í Bréfi Páls til Efeseusmanna 1:13). Spássíusathugasemd hans við Jóhannesarguðspjall 6:27 hljómar svona: „Innsiglað þýðir að vera fylltur heilögum anda, svo að hver sem át af þessum mat (eins og í næstu versum á eftir) meðtekur þar með heilagan anda og mun lifa að eilífu." Það er þó óljóst hvaða kennisetningu Lúther vill veita stuðning með þessari túlkun sinni. Hann átti á þessum tíma í flóknum deilum um eðli og verkun alt- arissakramentisins. “ 3 Þýð.: Hér notar Lúther orðið „Rottengeist" sem mun vera afleitt af „Rotte Korah“, þar sem Rotte þýðir gengi, klíka, óaldarflokkur, en Korah leiddi hóp manna sem reis upp gegn Móse í eyðimörkinni. Með „kein falscher Christ noch Rottengeist“ á Lúther hér við þá tvo endurskírendur sem nefndir eru í næstu neðanmálsgrein. 4 Þýð.: Þar birtist 1527 Spámannaþýðing tveggja leiðandi endurskírenda, Hans Denk og Ludwig Hátzer, en endurskírendur voru mótmælendatrúarflokkur sem kom fram í Zú- rich um 1520 og hélt fram fullorðinsskírn í stað barnaskírnar. 5 Þýð.: Hér á Lúther líklega við að rabbínar hafi lagt hönd á plóginn við þýðingar og túlk- anir úr hebresku og þar með haft gyðinglegar áherslur og sjónarliorn en ekki kristin. 6 Þýð.: í öllum þessum kafla er Lúther að tala um „... grundvallarprinsíp í meðhöndlun helgra texta: Eingöngu í trúarlega innblásnu ástandi, ekki úr veraldlega-rökrænni fjar- lægð getur þýðandi komið hinu Heilaga Orði réttilega til skila ...“ (Gardt, Andreas, Geschichte der Sprachwissenschafi in Deutschland: vom Mittelalter bis ins 20. Jahrhundert, bls. 89 - de Gruyter; Berlin 1999.) á .ýSœyúá— Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki. ioi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.