Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 12
H j á l m a r S v e i n s s o n 12 TMM 2009 · 1 þykkt var 2002 og gilti til 2024. Þegar hún kom til framkvæmda reynd- ist hún ekki hafa neitt með lífsgæði að gera; bætt almenningsrými, fram- úrskarandi hönnun, félagslegan jöfnuð eða ábyrga umhverfistefnu. Í framkvæmd varð hún frítt spil fyrir fjárfesta og byggingarverktaka. Þar með er komið að öðru atriði: Oftrú á svokallaða fjárfesta. Ríkjandi hugmyndafræði undanfarinna ára hefur verið sú að með hjálp markaðar- ins hafi fjárfestar alltaf rétt fyrir sér. Hlutverk hins opinbera átti ekki að felast í öðru en að skapa kjöraðstæður fyrir fjárfesta. Vandinn í Reykjavík var sá að útþensla byggðarinnar hafði verið greidd niður með gatnagerð, veitum og lögnum sem borgin sá um. Þétting byggðarinnar gat ekki haf- ist fyrr en fjárfestar og verktakar sáu að þeir gætu haft eitthvað upp úr því að byggja inni í miðri borg. Til að slíkt væri mögulegt þurfti að fara út í viðamikið deiliskipulag, sem virðist hafa verið trassað árum saman, þar sem ákveðnir reitir voru skilgreindir til uppbyggingar, aðrir til verndunar. Það hleypti fjöri í markaðinn enda var miðborgin þá þegar komin í tísku. Stórfelld uppkaup á lóðum hófust og mikil plön um uppbyggingu. Aðferðin byggir á samvinnu hins opinbera og einkageirans þar sem fjárfestar og verktakar sjá um fjármögnun og framkvæmdir en skipu- lagsyfirvöld skapa aðstæður fyrir uppbyggingu með reglugerðum og deiliskipulagi. Þetta er áreiðanlega skynsamlegt fyrirkomulag svo lengi sem vandað er til verka og það haft að leiðarljósi sem ætti að vera mark- mið þéttingarinnar: Aukin umhverfisgæði. Það hlýtur að vera hlutverk skipulagsyfirvalda að sjá til þess að slík markmið séu virt. Reynslan sýnir þó að það getur verið snúið því hagsmunir fjárfesta og bygging- arfélaga, sem hafa kostað miklu til við uppkaup lóða og veðjað á mikinn hagnað, eru miklir. Þrýstingur á stjórnvöld getur orðið gríðarlega mikill og alþekkt að slíkar aðstæður geta leitt til spillingar þar sem hótunum og mútum er beitt á víxl. Hér er dæmi um hótun: Svokölluð Tívolí-lóð í Hveragerði gekk kaup- um og sölum enda í miðri byggð og talin verðmæt. Og alltaf hækkaði verðið. Byggingarfélag sem að lokum eignaðist lóðina, eftir að hafa greitt fyrir hana himinhátt verð, setti fram tillögur um að byggja þar nokkur átta hæða fjölbýlishús. dæmið var sett þannig upp að lóðin hefði verið svo dýr að fjárfestingin gengi ekki nema leyfi fengist fyrir svo háum húsum. Á móti kæmi að þau yrðu afar vönduð. Það var hins vegar yfir- lýst stefna bæjarstjórnar að hámarkshæð húsa í Hveragerði skyldi vera fjórar hæðir og að svo há hús ættu raunar að vera undantekning. Tals- menn byggingarfélagsins sögðu þá við bæjarstjórann, Aldísi Hafsteins- dóttur (Sjálfstæðisflokki), að þeir yrðu að fá að byggja 8 hæða hús, ann- ars gengju lóðakaupin ekki upp. Og þá myndu þeir byggja nokkra fjög- TMM_1_2009.indd 12 2/11/09 11:27:24 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.