Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 51
H a m l e t r e y k i r P r i n s : 101 R e y k j av í k á s í ð u o g t j a l d i TMM 2009 · 1 51 velja þetta sem lokaatriði kvikmyndarinnar er Baltasar vísast að ýja að takmörkuðum atvinnumöguleikum í Reykjavík, þótt atriðið eigi sér að vísu þá stoð í textanum að á einum stað í sögu Hallgríms hittir Hlynur stöðumælavörð. Þetta hugboð var staðfest við kynningu hans þegar myndin var frumsýnd í Bretlandi og hann lét svo um mælt að hann ætti þá ósk heitasta að 101 Reykjavík yrði farmiðinn sem gerði honum kleift að flýja Reykjavík og komast inn á hið stærra svið heimskvikmyndalist- arinnar. Í upphaflegri sögu Hallgríms reyndist einkar gagnlegt að tala um Hamlet til að bregða ljósi á sjálfsmynd Íslendinga og þau menningar- legu og bókmenntalegu öfl sem hafa mótað hana; í augum Baltasars hefði umfjöllun um sjálfsmynd Íslendinga aftur á móti aðeins orðið til þess að takmarka og spilla hugsanlegum móttökum og aðdráttarafli kvikmyndar hans og því verður Hamlet að víkja. Enda er Hamlet í reynd íslenskur. Þótt elsta gerð sögu hans sem varðveist hefur sé sú sem Saxo Grammaticus, eða Saxi málspaki, skráði virðist hún vera upprunn- in á Íslandi, eins og Israel Gollancz benti á í bók sinni Hamlet in Iceland árið 1898 og síðari tíma fræðimenn hafa staðfest. William F. Hansen heldur því fram í útgáfu sinni á Saxa „að réttmætt sé að álykta að sagan sé ættuð úr íslenskri fremur en danskri hefð“ (3), ekki síst vegna þess að „um það bil tveimur öldum fyrir Saxo … kallar íslenskt skáld sand „mjöl Amlóða““ (5)1, en „amlóði er til í nútímaíslensku í merkingunni „heimskingi, skussi““ (6). Í augum Hallgríms Helgasonar tilheyrir því Hamlet arfleifð Íslendinga og kemur fram sem slíkur í frásögninni sem er einkar markviss þótt reikul virðist á yfirborðinu, eins og hér verður sýnt fram á, og lýsir framvindu og þróun Íslands ekki síður en aðalsögu- hetjunnar; frá sjónarhóli Baltasars Kormáks er Hamlet á hinn bóginn nátengdur landinu sem hann, Baltasar, vill fyrir alla muni flýja. Í upphaflegri sögu Hallgríms er alveg frá byrjun gefið til kynna að hún sé úrvinnsla á Hamlet. Bókin hefst á þessa leið: Allavega. Ég reyni helst að vakna áður en fer að dimma. Til að fá smá birtu í dag- inn, til að tékka mig inn, fá stimpil. Sólin er stimpilklukka. Án þess að maður sé nokkuð í vinnu, hjá henni eða öðrum. Hey. Sólkerfi, tryggingakerfi. Alltaf jafn erfitt að vakna. Það er einsog maður hafi verið kistaður í 400 ár og þurfi að krafla sig upp í gegnum sex fet af mold. Á hverjum morgni. Það glittir í birtu gegnum gardínurnar. Allt í einu finnst mér einsog tölustafirnir á útvarps- klukkunni séu ártal. 1601. Ég vakna full snemma, á ekki að fæðast fyrr en eftir tæp 400 ár. (11) TMM_1_2009.indd 51 2/11/09 11:27:28 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.