Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 31
F r á F l u g u m ý r i t i l f j á r m á l a k r e p p u TMM 2009 · 1 31 Hermanns, hún er líka meira grípandi. Líkt og Auður Jónsdóttir notfær- ir Hermann sér ýmis brögð úr vopnabúri spennusagna og jafnvel kvik- mynda. Ævintýri Guðjóns og Helenu sverja sig þó ekki í ætt við skand- inavískar morðgátuskáldsögur heldur birtast þar kaflar og senur sem gætu verið komnar úr amerískum trylli eða kvikmynd, á köflum er engu líkara en Guðjón Ólafsson sé lentur í Bond-mynd, neðanjarðar í miðstöð samtaka sem virðast ætla að leggja undir sig heiminn. Spennusagan er aðeins umbúðir utan um það sem Hermann gerir best og hefur aldrei gert betur, að rannsaka tengsl minnis, veruleika og texta. Í sögunni vaknar Guðjón minnislaus eftir líkamsárás og ekki líður á löngu áður en Helena hlýtur sömu örlög. Reyfarakennd sagan af bata þeirra og samskiptum við lækna og misklikkaða vísindamenn verður að ævintýralegu ferðalagi um minnið, minnisleysi og ofurminni eða næmi skiptast á og þau skötuhjú virðast komast að mörkum þess sem er mannsheilanum mögulegt. Í Algleymi er pælingum úr hugfræði og sálfræði fléttað saman við eðlisfræði tíma og rúms, eins og hún birtist í CERn-hraðlinum í Sviss. Ég veit ekki hversu margt af því sem Guðjón og Helena verða fyrir í sög- unni á við einhver rök að styðjast í vísindaheiminum, en í heimi sög- unnar virkar það, Algleymi er á köflum jafn flókin og gáfuleg og fyrri verk Hermanns, hún er jafnvel fyndnari og mun meira spennandi. Algleymi var ein þeirra bóka sem gladdi mig mest fyrir jólin og sú sem ég mun líklega þurfa að lesa aftur fyrst. Algleymi er hugmyndatryllir eins og stendur á kápu, nýjasta skáld- saga Hallgríms Helgasonar, 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp er nær því að vera hefðbundinn tryllir og sækir margt til spennumynda. Sagan af leigumorðingjanum Toxic minnir raunar meira á Hr. Alheim en stórvirki Hallgríms á borð við Rokland, Höfund Íslands eða 101 Reykjavík. Hún byggir á einni hugmynd sem er smellin og skemmtileg, útfærslan er snörp og oft spennandi, en útkoman er ekki jafn þétt og þegar Hallgrímur er upp á sitt besta. Toxic er afkastamikill leigumorðingi í new York en villist til Íslands á æðisgengnum flótta undan löndum sínum í króatísku mafíunni. Hann lendir í Keflavík í gervi bandarísks sjónvarpspredikara sem hann hefur myrt á flugvallarklósetti. Hingað kominn tengist hann síðan fjölskyldu íslenskra predikara sem reka sjónvarpsstöð þar sem Toxic þarf að leika hlutverk sitt til fulls og boða áhorfendum amerískan kristindóm í beinni útsendingu. Samfundir og samstuð Toxics við Ísland gefa færi á margs konar TMM_1_2009.indd 31 2/11/09 11:27:27 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.