Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 131

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 131
d ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 1 131 göngul“ hún er (17), fullyrðir að hún kunni ekki að setja mörk á milli sín og annarra (44) og hikar við að láta hana hafa lykil að húsinu sínu þar sem „hún yrði ofan í hverri kirnu“ (23). Upp teiknast mynd af einrænni, lokaðri og bældri konu enda segir Mado við hana: „Þú lifir í eigin heimi“ (25). Uppgjörið sem Rán fer í gegnum í bókinni er margs konar; hún rifjar upp bernsku sína; hún rifjar upp við fortíð sína á Spáni, ástarsamband sitt við Roberto, spænskan andófsmann; hún rifjar upp tilurð og forsendur hjónabands síns og Hansjürgs. En það sem mestu máli skiptir er hins vegar sú sára lífs- reynsla sem er fólgin í því að Rán eignast son (með Roberto) sem verður eftir í umsjón móður hennar og systur á Íslandi þegar hún giftist Hansjürg. Þegar hún ætlar að sækja hann aftur vill drengurinn ekki koma: „Hún hafði tapað þessu stríði og um leið fjölskyldu sinni“ (11). Smám saman verður lesanda ljóst að þessi fórn hefur litað allt fullorðinslíf Ránar, haft áhrif á (barnlaust) hjóna- bandið og í henni er fólginn sá mikli tregi sem verkið miðlar og gerir að verk- um að lesandinn öðlast samúð með sögukonu þrátt fyrir ýmis fráhrindandi persónueinkenni hennar sem birtast aftur og aftur í frásögninni. Móðurhlut- verkið sem Rán fékk ekki að gegna litar líf hennar og samskipti hennar við annað fólk. Það er engin tilviljun að Rán dregst aftur og aftur að Maríulík- neskjum dagana sem hún dvelur í Barselóna áður en hún heldur til Íslands. Hún nýtur þess að horfa á Maríu og soninn í steingerðri einingu, en verður bylt við þegar hún rekst á líkneskju sem hún hefur ekki séð áður: Þá kem ég auga á hana. Marmarinn er hvítur sem mjöll. Maður gæti haldið að líkneskjan hefði verið að koma af verkstæði myndhöggvarans. nýkomin undan meitlinum. Fögur kona og ung. Ég hef aldrei séð hana fyrr. María er með blæju yfir hárinu og ofan á henni situr kórónan. Skikkjan sem hún ber á öxlunum er tekin saman framan á brjóstinu með stórri nælu. En hendurnar … Vantar á hana hendur … brotnað og aðeins stúfarnir eftir. Ekkert nema stúfar … og sonur hennar horfinn úr fanginu á henni. (233) Hér verða þau skil í frásagnarhætti sem minnst var á hér að framan; skipt er úr 1. persónu frásögn yfir í 3. persónu þegar sársaukinn lýstur sögukonu: Hún hörfar afturábak, snýst á hæli og hleypur út. Hleypur niður efstu þrep stigans og fyrirverður sig fyrir tár sem velta niður kinnarnar eins og hnullungar niður hlíð. Hún skáskýtur sér upp að súlu í miðjum stiga þar sem pallur er og hlunkar sér í stól. (233) Sé lesandinn í vafa um tenginguna við hinn fjarverandi son Ránar, er hún áréttuð í beinu framhaldi: „Litlir fætur í brúnum skóm tifa eftir malarstígnum meðfram Tjörninni. Stígurinn er langur og breiður miðað við mannveruna sem er þar á ferð. Hún er lögð af stað út í heiminn með tóma appelsínflösku í annarri hendi. Þyrfti ekki nema detta … og móðirin tekur undir sig stökk“ (233). Síðar, þegar Rán er stödd á Mírósafninu, virðir hún fyrir sér annað listaverk: TMM_1_2009.indd 131 2/11/09 11:27:32 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.