Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 29
F r á F l u g u m ý r i t i l f j á r m á l a k r e p p u TMM 2009 · 1 29 lega grunni sem hann þykist hafa skynjað undir verkum Ólafs Gunnars- sonar undanfarin ár. Það er vart hægt að hugsa sér ólíkari sögur en dimmar rósir og nýj- ustu skáldsögu Guðmundar Andra Thorssonar, Segðu mömmu að mér líði vel. Munurinn á sögunum tveimur, og það sem tengir þær saman hér endurspeglast í tónlistinni sem hljómar undir í Segðu mömmu að mér líði vel. Klassísk íslensk dægurtónlist leikur þar lykilhlutverk, flutt af hljómsveit sem faðir aðalpersónunnar starfaði í á árum áður og færði foreldra hans saman. Lögin sem þeir flytja eru flest uppdiktuð en það skiptir ekki öllu, við þekkjum hefðina og textinn í bókinni er taktviss, stíll bókarinnar er þannig að hann fer að hljóma í höfði manns undir lestrinum, stundum eins og taktur, stundum nálgast hann laglínu. Þetta er stutt saga, atburðirnir eru ekki hádramatískir og þeir eru ekki í for- grunni. Þetta er saga af hversdagslífi fólks sem seint kemst í blöðin eða vekur athygli annarra. Það er meira að segja ekki laust við að lesandan- um sé strítt með því að gefa í skyn að stórslys eða glæpur vofi yfir, en það reynist blekking ein, enda reynist ekki þurfa mannshvarf eða morð til að segja sögur af fólki. Að vísu endar sagan á dauða, en það dauðsfall er langt frá því að vera harmrænt, það er eðlilegur hluti lífsins, kemur eins og dapurlegur loka- tónn inn í söguna án þess að rjúfa fíngerðan vef hversdagsins. Þessi saga af miðaldra arkitekt, föður hans og kærustu snýst enda ekki um að lýsa stóratburðum og mér finnst það lýsa furðulegum misskilningi á skáld- skap Guðmundar Andra að heimta af honum lengri bækur og meiri hasar. Hann er ekki að segja sögu – hvorki í Náðarkrafti né í þessari nýju skáldsögu – hann er að búa til fólk. Persónurnar í verkum Guðmundar Andra eru ekki lengur fulltrúar eins eða neins, þeir bera ekki kynslóð sína, kyn, eða þjóðerni á bakinu, þær bara eru og sem slíkar geta þær verið ótrúlega líkar fólki af holdi og blóði. Hversdagslegum athöfnum í lífi þeirra er gert hátt undir höfði vegna þess að þær hafa gildi í sjálfum sér, eru hversdagur sem lifað er af alúð og alvöru. Það er ógæfa manna eins og föður aðalsöguhetjunnar að geta þetta ekki, túramaðurinn sem er gamalkunnugt þema í verkum og greinum Guðmundar Andra er holdgervingur þess manns sem getur ekki gefið lífi sínu merkingu á þennan hátt, getur ekki fundið fyrir lífinu nema með því að ráðast gegn sjálfum sér og sínum nánustu. TMM_1_2009.indd 29 2/11/09 11:27:26 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.