Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 104

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 104
S i l j a A ð a l s t e i n s d ó t t i r 104 TMM 2009 · 1 Slíkar lýsingar er erfitt að setja á svið. Edda Arnljótsdóttir sem leikur Sigríði er glæsileg kona, svolítið yngri en persónan í bókinni (eins og átti við um fleiri leikara í sýningu Þjóðleikhússins) en vissulega bæði ljós- hærð og spengileg. Það sem er erfitt að ná er allt að því goðsöguleg stærðin sem persónan fær í lýsingu sögumanna. Gullduft í brosi, djöf- ullega ljóst hárið, dulin spenna líkamans. Erfitt að ná því í leik þegar maður fær ekki nema nokkrar mínútur á sviðinu. Hin nauðsynlega nánd Fyrirfram var gefið að það væri „ekki hægt“ að setja Sumarljós á svið. Sjálfsagt að reyna að gera sjónvarpsþáttaseríu; leyfa okkur að kynnast persónunum smám saman og upplifa svo dramatíkina með þeim. Sviðs- verk er eðli sínu samkvæmt of stutt fyrir allar þessar sögur, jafnvel þótt þeim sé verulega fækkað, allar þessar rúnnuðu persónur með sitt furðu- fjölbreytta líf miðað við að það gerist „ekki neitt“ í svona litlu þorpi. Þetta varð þó hlutskipti Hilmars Jónssonar og sýningin hans var frum- sýnd á annan í nýliðnum jólum. Vonbrigðin í salnum voru nærri því áþreifanleg og umsagnir gagnrýnenda á eina lund: Leiksýning sú sem boðið var upp á annan í jólum er ekki tilbúin sem leik- verk heldur frekar eins og einhvers konar flettiverk undir áhrifum bókar Jóns Kalmans Stefánssonar. […] Á heildina var grunnt á tilfinningunum og stuttir kynningarbútar hvers og eins, sem gerði það að verkum að áhorfendur eiga erfitt með að samsama sig eða finna til samúðar með þessu fólki. (Elísabet Brekkan, Fréttablaðið 30.12. 2008) Það er mjög einkennileg upplifun að sjá þetta fagra raunsæja ljóðverk dúmpa í brotum niður á stóra svið Þjóðleikhússins. Sjá veruleika leiksviðskassans grípa um þau grófum höndum og troða því inn í lögmál sín. Hvernig orð, orðasam- bönd, verða allt í einu litlaus, sambandslaus, fá rangar áherslur; hvernig pers- ónur eitt sinn „lifandi“ manneskjur í bók standa þarna nú svo óskaplega mikið í þykjustunni … (María Kristjánsdóttir, Morgunblaðið 30.12. 2008) Þetta byrjaði þokkalega með líflegri sjálfskynningu þorpsbúanna, en brátt fór allt á flot út og suður, nú, maður er orðinn ýmsu vanur, svo ekki var annað en bíða eftir því að þræðirnir tækju að dragast eitthvað saman, eitthvert aðalþema jafnvel að koma í ljós, maður hélt í vonina um að verkið færi að taka stefnu á ein- hvern dramatískan tind – en því miður, nei, það kom hlé, án þess nokkuð slíkt gerðist. Eftir hlé varð eilítið meiri samfella í þessu, söguefnin ekki eins tvístruð, en æi nei, samt sem áður: eftirtekjan varð lítið annað en sundurlaus brotabrot héðan og þaðan … (Jón Viðar Jónsson, DV 30.12. 2008) TMM_1_2009.indd 104 2/11/09 11:27:31 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.