Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 96
96 TMM 2009 · 1 Heinrich Böll Tvær smásögur Játningar hundafangara Ég er mjög tregur til að viðurkenna hvað ég fæst við, sem afkoma mín byggist reyndar á, en neyðir mig til athafna sem ég get ekki ætíð fram- kvæmt með góðri samvísku: Ég er starfsmaður hundaskattstofunnar og geng um engi borgar okkar til að leita uppi óskráða geltara. dulbúinn sem friðsamur göngumaður, hnellinn og lítill, með miðlungs dýran vindil í munni geng ég um skrúðgarða og kyrrlát stræti, ræði við fólk sem gengur með hunda sína, legg nöfn þeirra og heimilisfang á minnið, klóra hundinum vingjarnlega á hálsinum, í þeirri vissu að innan skamms mun hann færa mér fimmtíu mörk í tekjur. Ég þekki hundana sem eru skráðir, nánast þefa þá uppi, finn það á mér, þegar hundur með hreina samvisku stendur við tré og léttir á sér. Áhugi minn beinist sérílagi að hvolpafullum tíkum, sem sjá framá ánægjulegt got verðandi skattgreiðanda: Ég fylgist með þeim, legg nákvæmlega á minnið hvaða dag þær muni gjóta og fylgist með hvert farið er með hvolpana, leyfi þeim grunlausum að stækka þar til enginn vogar sér að drekkja þeim – og fel þá síðan lögunum. Ég hefði ef til vill átt að velja mér annan starfa, því að mér þykir vænt um hunda, og er því sífellt með samviskubit: Skylda og ást takast á í brjósti mér, og ég játa opinskátt að ástin sigrar oft. Það eru til hundar, sem ég fæ mig ekki til að tilkynna, þar sem ég – eins og sagt er - loka báðum augum. Sérstök mildi gagntekur mig nú, einkum vegna þess að minn eigin hundur er ekki skráður: Blendingur, sem kona mín fóðrar af ástúð, uppáhaldsleik- fang barna minna, sem hafa engan grun um hversu ólögmætri skepnu þau auðsýna ást sína. Lífið er virkilega áhættusamt. Ég ætti ef til vill að vera varkárari; en sú staðreynd að ég er í vissum mæli vörður laganna, styrkir mig í þeirri vissu að mega stöðugt brjóta þau. Starf mitt er erfitt: Ég húki tímunum saman í þyrnirunnum úthverfanna, og bíð þess að gelt berist frá bráða- birgðaskýli eða ofsafengið gelt úr skúr þar sem ég reikna með að sé grunsamlegur hundur. Eða ég hnipra mig bak við leifar af múrvegg og TMM_1_2009.indd 96 2/11/09 11:27:30 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.