Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 141

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 141
d ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 1 141 á borðinu er snertiflötur sögumanns við fortíð sem hann man ekki sjálfur og þjónar hlutverki eins konar sönnunargagns fyrir sögum sem skyldmenni hans segja honum. Áhugi hans beinist þó sjaldnast að gallhörðum staðreyndum heldur þeim forgengilegu áhrifum sem við verðum fyrir í lífi okkar en setja varanlegt mark á okkur engu að síður. Í frásögn Óskars af aflimun Stefáns frænda hans gegna ópin sem berast frá drengnum um plássið eftir að morfín- birgðirnar klárast veigamiklu hlutverki því þau gefa fjarstöddum hugmynd um gang mála: „nágrannarnir vissu hvað gerst hafði og mörgum varð ekki svefn- samt fyrstu næturnar eftir að fóturinn var tekinn. Smám saman varð lengra milli hljóðanna og nýr skammtur af morfíni barst frá Akureyri.“3 Skynhrifum sem tengjast ánægjulegri minningum er líka lýst, t.a.m. lyktinni af lárviðarlaufi sem ‚kveikti alltaf blik í augum föður‘ sögumanns þó áttatíu ár væru liðin frá þeim atburðum sem henni tengdust. Faðirinn segir frá því þegar móðir hans tók hann með á síldarplanið á Siglufirði og þegar honum fór að renna í brjóst sendi hún hann til karla í pakkhúsi þar sem haugur af lárviðarlaufi var geymd- ur. Hann segir svo frá: „Síðan sópaði ég laufinu yfir mig og sofnaði alsæll undir grænni lárviðarsæng. Grútarlyktin hvarf úr vitunum og þegar ég vaknaði hljóp ég eins og ilmandi kryddbaukur um bryggjurnar “(29). Frásögnin af lárviðarlaufinu er dæmi um texta þar sem flakkað er á milli tímasviða án þess að lesandinn verði þess var. Hún er leidd inn af sögumann- inum með orðunum: „Bragðið af lárviðarlaufinu kveikir alltaf blik í augum hans.“ Orðalagið gefur til kynna að sögumaður hafi átt fjölmargar áþekkar stundir með föður sínum og því má segja að laumað sé að lýsingu á sambandi feðganna. Síðan víkur aðalsögumaður bókarinnar til hliðar af hæversku og gefur öðrum sögumanni, þ.e. föður sínum, orðið: „Í gamla daga þegar ég var strákur … [o.s.frv.]“ Saga föðurins er römmuð inn með eftirfarandi athuga- semd: „… segir pabbi og stingur gafflinum í síldina.“ Hér eru tvær kynslóðir að ræða saman og þó það sé ekki tekið fram í textanum þá má gera sér í hugar- lund að undirstaðan í eiginlegum og óeiginlegum skilningi sé arfur frá þriðju kynslóðinni, þ.e. borðið hennar Stefaníu ömmu. Heimsókn sögumanns til Est- erar föðursystur sinnar rennir frekari stoðum undir það að um sé að ræða fjölskyldu þar sem rík hefð er fyrir sagnamennsku yfir borðum: Ester býr í risinu á háreistu timburhúsi þar sem sér yfir bryggjurnar og fjörðinn. Í litla eldhúsinu á kvistinum beið mín hangikjöt með uppstúf, hún hafði átt von á mér. Frænka var hin hressasta, létt á sér eins og unglingur þótt hún væri komin á níræð- isaldur og sjónin farin að daprast. Er við höfðum gert hangikjötinu góð skil vaskaði ég upp meðan Ester sauð vatn í skaftpotti og hellti upp á kaffi með gamla laginu í dældaðri blikkkönnu. Úti var byrjað að skyggja og regnhryðjurnar lömdu húsið. Ester fór að segja mér ýmislegt frá ömmu og fyrstu árum hennar á Siglufirði, meðal annars þegar fóturinn var tekinn af Stebba. Hún gekk að kvistglugganum og benti mér á hvar brakkinn hafði staðið við hliðina á skemmunni sem nú hýsir Síldarminjasafnið. (13) TMM_1_2009.indd 141 2/11/09 11:27:33 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.