Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 105
Þ o r p s s ö g u r á l e i k s v i ð u m TMM 2009 · 1 105 Flestir finna þó gagnrýnendurnir eitthvað til að hæla, og er full ástæða til að taka undir það. Margt var skemmtilegt í sýningunni og vel gert, það sá ég ennþá betur í annað sinn. Þá sat ég heldur ekki á ellefta bekk heldur þeim fjórða sem raunar er fremsti bekkur því þeir fyrstu þrír eru teknir burt og leikið yfir gryfjunni fyrir framan stóra sviðið. Sú ákvörðun segir manni strax að leikstjórinn sé ekki að öllu leyti sáttur við staðinn sem hann fær undir sýningu sína í húsinu. Hann hefði að líkindum kosið lítið svið með áhorfendur allt í kring, ekki stóra svið- ið með sína fjarlægð frá flestum áhorfendum. Þarna á mjórri rönd fyrir framan stóra sviðið gerast allar senur inni á heimilum, en lageratriðin, ballið og útisenurnar gerast uppi á sviðinu, m.a. óleyfilegir ástarfundir Kjartans á Sámsstöðum og Kristínar á Valþúfu sem Ólafur darri Ólafs- son og Esther Talía Casey léku af ástríðu. Af ellefta bekk vantaði mikið upp á að ég sæi það sem var mest gaman að sjá: titrandi taugaspennu Matthíasar á stefnumóti þeirra Elísabetar í sjoppunni sem Stefán Hallur Stefánsson sýndi svo nett. Vigdís Hrefna Pálsdóttir, afar fögur í hlut- verki Elísabetar, einblínir á hann og hann bregst við með stjórnlausu iði fótanna undir borðinu áður en hann hefur upp kvörtun sína: „Maður horfir ekki svona látlaust framan í fólk þegar maður talar við það, maður hreyfir augun, horfir til hliðar, niður og svoleiðis!“ Þetta ið var hreinlega falið af hausum áhorfenda á fremstu bekkjum fyrir okkur sem sátum aftar. Örvænting Hannesar lögreglumanns sem Eggert Þorleifs- son leikur og fínleg túlkun Vignis Rafns Valþórssonar bæði á Jónasi syni hans og arabanum sem Benedikt hittir á krá í London krefjast líka nálægðar, svo og alvarleg einbeiting Ásdísar á Sámsstöðum sem les undir stúdentspróf meðan bóndi hennar „svíkur allt sem er fallegt og gott“. Elva Ósk Ólafsdóttir gerði sitt ítrasta til að miðla þeirri konu til áhorfenda en fékk ekki nægt rúm til þess. Sumar viðkvæmustu senurn- ar ná þó alla leið á aftasta bekk, til dæmis samdráttur þeirra Benedikts og Þuríðar sem snart mig djúpt í túlkun Björns Hlyns Haraldssonar og Elmu Lísu Gunnarsdóttur. Í senunum uppi á stóra sviðinu tókst stundum að minna á frásagn- arhátt sögunnar, að það er „þorpið“ sem miðlar frásögunum til okkar. Fyrst og fremst er upphafssenan fín þar sem fólkið í þorpinu kynnir það og sig fyrir áhorfendum. Maður átti sannarlega von á fleiri slíkum þar sem talað væri til áhorfenda, en þær komu ekki. Líkamsræktardellan var vel sýnd með Friðrik Friðriksson í hlutverki frömuðarins. Senurnar frá ferð Benedikts til London með sinni yfirþyrmandi mannmergð voru skemmtilegar. Senan þegar hamslaus greddan greip Kjartan og Kristínu var sannfærandi, en ballið misheppnaðist. TMM_1_2009.indd 105 2/11/09 11:27:31 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.