Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 83

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 83
F r á m i ð l u n t i l 2 0 0 m í l n a l a n d h e l g i TMM 2009 · 1 83 skýringar að á áratugnum á undan höfðu alþjóðamál farið að skipta miklu máli á Íslandi. Kommúnistaflokkur hafði verið stofnaður 1930 og var fyrst í stað mjög alþjóðlegur í háttum og hyggju. 1938 varð hann að Sósíalistaflokki, en ennþá mjög alþjóðlegur og fylgdi Komintern, þriðja alþjóðasambandinu, í einu og öllu. Þegar utanríkisráðherrar þeirra Stal- íns og Hitlers, öllum að óvörum, gerðu með sér griðasáttmála 21. ágúst 1939, og hétu hvor öðrum velviljuðu hlutleysi í styrjöldinni þá fylgdi íslenski Sósíalistaflokkurinn og málgagn þeirra, Þjóðviljinn, þessari ákvörðun sem skuggi væri. Það var því í anda þessa að þegar breski her- inn sté hér á land 10. maí 1940 þá réðist Þjóðviljinn gegn honum af hinni mestu hörku og miklu offorsi. Til dæmis sagði Þjóðviljinn í leiðara skömmu eftir að breski herinn kom á land: Við skulum því gera okkur alveg ljóst, að hvor sem sigrar í þeim hildarleik, sem nú er háður á vígvöllum Evrópu, er ekkert um að velja fyrir okkur nema ferðalög úr ösku í eld. Hvor aðilinn sem sigrar mun troða á rétti vorum og sjálfstæði, eins og rétti og sjálfstæði annarra smáþjóða. Síðan er haldið áfram og mælt með þriðja möguleikanum, nefnilega sigri kommúnismans. Í þessa veru skrifaði Þjóðviljinn dag eftir dag. Þeir sögðu m.a.s. í leiðara: Allar tilraunir íhaldsblaðanna (og því má stinga inn innan sviga að þá er átt við öll önnur blöð en Þjóðviljann) til þess að fá þjóðina til að sætta sig við það réttindarán sem Bretar hafa hér framið er því aðeins einn liður í baráttu þeirra fyrir auði og völdum á kostnað alþýðunnar. Þessi liður baráttu þeirra hefði litið nákvæmlega eins út þótt Þjóðverjar hefðu hertekið land okkar, öll skrif íhalds- blaðanna um hið breska hernám hefðu þau einnig notað um þýskt hernám, hefðu aðeins sett þýskur í stað breskur, það var allt og sumt, sama er þeim hver verndar, aðeins að þeir fái að lifa góðu lífi og alþýðan svelti. Í Þjóðviljann skrifuðu þeir grein um „Jónasana, Ólafana og vændiskon- urnar“ eins og það var orðað í fyrirsögn. Greininni lauk með því að segja að það sé mjög að vonum þótt mestu vændisskepnur Íslands, Jónasarnir og Ólafarnir, tali nú um vændiskonur og heimti þær grýttar. Og daginn eftir að breski herinn hafði komið hingað birti Þjóðviljinn leiðara sem hét: „Vér mótmælum allir“, þeir voru sem sagt líka í sjálf- stæðisbaráttu. Leiðarinn endaði á þessa leið: Skiljið það, Íslendingar: Vinnið í þeim anda: Látið ekki blekkja ykkur með því að breska ljónið frekar en þýski örninn sleppi nokkrum ránsfeng nema hann megi til. Íslendingar, við mótmælum allir því ofbeldi sem hér er beitt. Vér trúum því að sá dagur komi að valdaræningjar nútímans, hvort sem þeir mæla ensku TMM_1_2009.indd 83 2/11/09 11:27:30 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.