Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 115
Yf i r n á t t ú r l e g a r r í ð i n g a r TMM 2009 · 1 115 Hér er á ferð mikilvæg forsenda á bak við allar sögur um sníkju- skrímsl; þær nærast á ótta mannsins við að verða sjálfur að skrímsli. Sníkjudýrið á engar aðrar forsendur fyrir tilveru sinni en að leggjast á „okkur“, venjulega fólkið sem heyrir sögurnar. Þar af leiðandi er allur friður milli okkar og sníkjudýrsins útilokaður. Um leið er sníkjudýrið fullkomlega neikvætt – eins og er eðli drauga; draugar eru vitaskuld dauðir en ekki lifandi.20 Sníkjuveran sýgur sjaldnast til sín vit okkar eða náttúru til að nýta sér á uppbyggilegan hátt heldur fremur til að spilla henni. Þess vegna eru bæði vitsugurnar og hringvomarnir í bókmenntum 20. aldar þrælar höfuðandstæðingsins fremur en hann sjálfur. Slíkar sníkjuverur hafa aldrei ástæður fyrir gjörðum sínum og engin leið er til að skilja þær. Einu rök þeirra er eyðingarþörfin. 3. Kveldriður, mörur og önnur tröll Löngu fyrir daga tilberans hafðist vitsugan við á Íslandi undir öðru nafni og frá því er greint í Eyrbyggju (sögu Þórsnesinga, Álftfirðinga og Eyrbyggva) sem að líkindum er sett saman á 13. öld. Þar er greint frá tveimur rosknum 10. aldar konum sem báðar munu vera fjölkunnugar. Önnur er Geirríður Þórólfsdóttir í Mávahlíð sem virðist njóta allnokkr- ar samfélagslegrar virðingar. Hin er Katla, ekkja í Holti út frá Mávahlíð, sögð „eigi … við alþýðuskap“ – en það boðar sjaldnast gott í íslenskri miðaldasögu. Í nágrenni þessara myndarlegu kvenna á besta aldri býr ungur maður, Gunnlaugur Þorbjarnarson á Fróðá, sem er sagður „nám- gjarn“ og „nam kunnáttu at Geirríði Þórólfsdóttur, því at hon var marg- kunnig“.21 Þessi „kunnátta“ gæti sem best verið eins konar galdur enda eru orð eins og fjölkynngi og margkynngi vel þekkt skrauthvörf fyrir vald á hinu yfirnáttúrulega. Þetta nám Gunnlaugs virðist vekja mikla afbrýðisemi hjá Kötlu sem ýjar að því við Gunnlaug að hann eigi í kynferðislegu sambandi við Geirríði (hún spottar hann fyrir að „klappa á kerlingar nárann“). Óvíst er hins vegar hvers konar öfund Katla sjálf er haldin; hvort hún girnist Gunnlaug einkum kynferðislega eða fyrst og fremst sem nemanda í göldrum. Hitt er víst að þessar þrár Kötlu koma Gunnlaugi illa. Eitt kvöldið eftir galdranámið vill Geirríður ekki að hann sé einn á ferð „því at margir eru marlíðendr“.22 Ótti hennar reynist á rökum reist- ur; Gunnlaugur finnst blóðrisa og vitlaus úti á víðavangi eftir nóttina. Enginn veit hvers vegna, en Katla er fljót að koma því á kreik að Geirr- íður „mun hafa riðit honum“. Geirríði er síðan stefnt fyrir að vera TMM_1_2009.indd 115 2/11/09 11:27:31 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.