Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 125

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 125
F r ö n s k u m s p e k i n g u m h a l l m æ l t TMM 2009 · 1 125 Plekhanov frá því um aldamótin 1900 í því að rekja megindrætti bók- menntaþróunar næsta beint til breytinga á þjóðfélagsástandi (sbr. bók mína Rauðu pennarnir, bls. 9 o.áfr.). Sá dólgamarxismi einkenndi síðan bókmenntaumfjöllun stalínista – og krata. Samkvæmt honum hljóta bókmenntir og önnur menning að vera spillt og dauðanum vígð á tímum auðvalds og drottnunar borgarastéttar – nema þær séu sannar verkalýðsbókmenntir í andstöðu við spillinguna. Aldrei nefnir Sartre Plekhanov í þessu riti, né vitnar hann til neinna annarra heimilda. Þarna var illt fordæmi, sem naut víðtækrar virðingar. Um marxíska heimspekinginn Louis Althusser segir Einar Már (bls. 107): „Eftir Althusser liggur nú fátt bitastætt nema þessi sjálfsævisaga, sem er tvímælalaust með helstu ritum áratugarins, þótt það standi eitt- hvað í mönnum að viðurkenna það, önnur verk hans eru sennilega lítils virði.“ Felst ekki í orðinu „sennilega“ viðurkenning á því að Einar Már hafi ekki lesið þessi rit? Altént sýnir hann enga þekkingu á þeim. Eitt frægasta rit Althussers kom út 1965, og bar titilinn Fyrir Marx (Pour Marx). Þar réðst hann gegn grundvallarkenningu stalínismans, þeirri að efnahagslífið væri sá grundvöllur sem ákvarðaði allt annað, stjórnmálalíf og menningarlíf mótuðust af því. Þessi bók Althussers hafði gífurleg áhrif á óánægða og leitandi kommúnista um heim allan, ekki er ofmælt að hún hafi öðrum fremur brætt þann jökul kreddukenn- inga sem grúfði á kommúnískum menntamönnum. Síðan átti fleira eftir að bætast við af svipuðu tagi. Það er rétt hjá Einari Mávi að raunar höfðu aðrir áður lagst gegn ríkjandi dólgamarxisma, og eins og Althuss- er benti á urðu engir aðrir en Marx og Engels fyrstir til þess! Það hef ég rakið í upphafi bókar minnar Rauðu pennarnir (bls. 1): Marx og Engels […kenndu] að öll svið mannlífsins tengist sín á milli, orki hvert á annað, og ákvarðist þannig sögulega, að skipulag framleiðslulífsins ráði mestu þegar til lengdar lætur. Þetta er „víxlverkan á grundvelli efnahagslegrar nauðsynjar, sem hefur sitt fram að lokum“, sagði Engels 1894: „Það er ekki vit- und manna sem ákvarðar tilveru þeirra, heldur er það þvert á móti félagsleg tilvera þeirra sem mótar vitund þeirra,“ sagði Marx 1857. Þetta hefur oft verið rangtúlkað svo, að öll fyrirbæri mannlífsins megi leiða út frá efna hags lífinu. Það kallast vélgeng efnishyggja (eða dólgamarxismi). En Engels heldur áfram: „Það er ekki svo að skilja, að efnahagslífið eitt sé virk orsök, og allt annað aðeins óvirk afleiðing. Því fjær sem eitthvert svið mannlífsins er efnahagslífinu, því nær sem það er hreinum, óhlutbundnum hugmynda-heimi (t.d. bókmenntir og listir), þeim mun fremur finnum við tilviljanir í þróun þess, því meiri sveiflur eru á línu þróunarinnar. En sé dregin miðlína þessara sveiflna, mun sannast, að hún nálgast þróunarlínu efnahagslífsins því meir sem sviðið er víðara, og tímaskeiðið lengra sem við skoðum.“ TMM_1_2009.indd 125 2/11/09 11:27:32 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.