Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 23
F r á F l u g u m ý r i t i l f j á r m á l a k r e p p u TMM 2009 · 1 23 ónur eru sett niður í Íslandssögunni. Þetta er ekki verri aðferð en hver önnur, t.d. að fjalla um skáldsögurnar í stafrófsröð eða eftir fæðingarstað höfunda. En þessi aðferð hefur þann kost að ég get byrjað og endað á þeim tveimur sögum sem mér finnst sæta mestum tíðindum frá árinu 2008. Önnur gefur okkur óhuggulega mynd af grimmd Sturlungaaldar þar sem fámenn valdaklíka steypti alþýðu manna í blóðugan ófrið um áratuga skeið, hin fjallar um samtímann á óvenjulega spádómslegan hátt, og myndin sem þar er máluð er ekki fallegri en sú sem blasir við þegar rýnt er í glæpaverk yfirstéttarinnar á þrettándu öld. Á leið til Flugumýrar Einari Kárasyni tókst að endurnýja sjálfan sig sem sögumann í Óvina­ fagnaði sem kom út árið 2001 með því að týna sögumannsrödd sinni. Langflestar skáldsögur hans einkennast af sterkri, auðþekktri sögu- mannsrödd og ég held að fleirum en mér hafi farið þannig að rödd Ein- ars sjálfs var farin að lesa fyrir mann textann, sérkennileg eins og hún er og ólík öllum öðrum. Aðferðin sem Einar beitir í nýrri skáldsögu sinn, Ofsa, rétt eins og í Óvinafagnaði, er sú að láta persónur sögunnar segja hverja frá sinni sögu í 1. persónu. Enski skáldsagnahöfundurinn Julian Barnes, sem hefur skrifað tvær skáldsögur með sömu aðferð, valdi þeirri fyrri, Talk­ ing it over að einkunnarorðum rússneskt orðtak: „Hann lýgur eins og sjónarvottur.“ Allir sjónarvottar ljúga, sjá hlutina frá sínu eigin þrönga sjónarhorni og segja söguna þess vegna þannig að hún stangast á við frásagnir annarra sjónarvotta. Persónurnar í Ofsa segja sögur sínar á þennan hátt, þess vegna verða breyskleikar þeirra áberandi, blinda á ákveðna þætti í eigin fari og ann- arra og varnarleysi andspænis örlögunum. Persónurnar eru leiksoppar afla og hugmyndafræði sem er sterkari en þær sjálfar, hugmyndafræði valds og heiðurs sem þær ráða ekki við og rísa ekki gegn. Í sögunni er engin raunveruleg aðalpersóna og sannarlega engin hetja. Eftirminni- legasta persónan er kannski einmitt skúrkurinn og lítilmennið Eyjólfur ofsi, rétt eins og heigullinn Hálfdan á Keldum er eftirminnilegur úr Óvinafagnaði. Þessar persónur afhjúpa sjálfar sig með orðum sínum, koma upp um tvöfeldni sína og hræsni og hégómleika. Eyjólfur á það sameiginlegt með flestum höfðingjum í sögu Einars að hann er ekki drifinn áfram af hugsjónum, heldur þorsta eftir valdi, hefnd og virð- ingu, þótt skapbrestir hans leiði hann til meira og afdrifaríkara níðings- verks en flesta aðra. TMM_1_2009.indd 23 2/11/09 11:27:26 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.