Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 6
6 TMM 2009 · 1 Halldór Guðmundsson Helgi Hálfdanarson „Ég er að blaða í bók“ nefndist fyrsta bókmenntagrein Helga Hálfdanar- sonar og birtist í Tímariti Máls og menningar árið 1955. Þar fjallaði Helgi af hrifningu og næmi um kvæði Snorra Hjartarsonar og sagði undir lokin: „[engum] getur dulist að þar er hámenntaður listamaður að verki, rammíslenskur heimsborgari.“ En einmitt þannig átti Helgi eftir að birt- ast þjóðinni næstu hálfa öldina í þýðingum sínum, sem hámenntaður listamaður og rammíslenskur heimsborgari. Heimsborgari að því leyti að hann þýddi ljóð frá öllum heimshornum, stundum beint, stundum eftir krókaleiðum. Í bókum hans má finna enska höfunda og þýska, norræna sem franska en einnig ljóð frá Japan og Kína. Í merkustu grein sem skrifuð hefur verið um ljóðaþýðingar Helga, „Hnattferð með Helga“ eftir Kristján Árnason (endurbirt í safn- inu Hið fagra er satt, 2004), segir: „Einhver kynni því að vilja líkja Helga við hunangsflugu sem flögrar frá blómi til blóms, en nær væri þó að virða og meta þann áhuga og það kapp sem að baki býr slíku starfi, því hér er einmitt á ferðinni það sem við getum kallað húmanisma í besta skilningi og gengur í berhögg við þá forpokun fagmennsku og sérhæf- ingar sem á okkar öld þykir svo vænleg til framdráttar á öllum svið- um.“ Rammíslenskur að því leyti að einatt lagði Helgi sitt íslenska brageyra við erlendan kveðskap. Þannig neitaði hann sér sjaldan um stuðlasetn- ingu þótt hann þýddi úr kveðskaparhefð þar sem hún var löngu aflögð. Að íslenska ljóð fól líka í sér að fella það að íslenskri hefð, sem er annað og meira en endarím. Helgi var afar vel að sér um bragfræði og skrifaði til dæmis merka grein um þýðingar og bragfræði („Erlendur bragur á íslensku ljóði“, TMM 1993); bragfræðin lá líka til grundvallar kenning- um hans um frumgerð Völuspár sem hann setti fyrst fram í Maddöm­ unni með kýrhausinn (1964). Rækt Helga við brag og kveðandi var fáguð og fjarri allri þvingun. Í fyrrnefndri grein um Snorra Hjartarson harm- TMM_1_2009.indd 6 2/11/09 11:27:24 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.