Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 89
F r á m i ð l u n t i l 2 0 0 m í l n a l a n d h e l g i TMM 2009 · 1 89 að okkur ber að halda gerða samninga, og: að okkur er skylt að koma vel og virðulega fram við konung vorn og dani. Sigurður nordal prófessor ritaði grein í þetta rit, sem hann kallaði Hljómurinn sem á að kæfa. niðurlagsorðin voru svofelld: Hvað verður um þingræði og þjóðræði á Íslandi, ef gjáin milli þings og þjóðar, bilið milli sanninda og velsæmis annars vegar og málrófs og hátternis sumra stjórnmálaleiðtoganna hins vegar, heldur áfram að breikka sem gerst hefur á síð- ari árum – og lýsir sér varla betur í neinu en skilningi þess, í hverju raunveruleg­ asta sjálfstæði þjóðarinnar sé fólgið? Hverjum Íslendingi, sem vill horfa út yfir þægindi líðandi stundar, hvar í flokki sem hann stendur, er skylt að gæta að hættunni sem af þessu stafar, finna til síns hluta af ábyrgðinni. Hann má hvorki láta óp, hótanir sé smjaður aftra sér frá því að hugsa sjálfur og skýra að því búnu frá skoðunum sínum, að minnsta kosti fulltrúum sínum á Alþingi, svo að þeir gleymi því ekki að þeir eru kosnir af mælandi mönnum en ekki jarmandi sauðum. Magnús Ásgeirsson skáld og þýðandi skrifar lengstu ritgerðina í þetta rit. Hann endar hana á kafla sem hann kallar Senn á Evrópa vor í vænd­ um. Magnús segir: Margir munu að vísu hugsa á þá leið, að þótt réttur vor til hraðskilnaðar sé hæpinn, aðferðin óviðfelldin og afleiðingarnar viðsjárverðar, yrði vaxandi mót- spyrna almennings gegn þrýstingnum ofan að aðeins til þess að velkja málið enn meira í meðförunum. Héðan af verði því ekki afstýrt að mikilvægasti viðburð- urinn í þjóðlífi voru fari fram án þeirrar sögulegu reisnar og minningargildis sem endast ætti öldum og óbornum til drauma og dáða. Ég lít svo á að enn sé oss þetta í sjálfsvald sett að mestu leyti. Eins og það má telja skynsamlegast, um leið og það er rómantískt, af stjórn- arskrárnefnd að velja þá árstíð þegar sólargangur er hæstur til mestu hátíðar vorr- ar, ættum vér ekki síður að sæta tækifæri til sögulegs fagnaðar þegar birtir yfir mannlegu samfélagi með óvenjulegum hætti. Sem betur fer getur slíkt tækifæri ekki verið langt undan, og vel mætti það samrýmast hinni æskilegustu árstíð hér á landi. Ljúki styrjöldinni í Evrópu seint á næsta ári eða snemma árs 1945, svo sem nú er almennt vænst, eiga þjóðir álfunnar furðulegt og ógleymanlegt vor í vænd- um. Fyrsta friðarvorið, eftir fimm ára ósegjanlegar fórnir og þjáningar, munu þær þjóðir álfunnar sem barist hafa gegn voveiflegum skuggavöldum fyrir frelsi sínu og tilveru lifa minnisstæðustu og mikilfenglegustu stundir sögu sinnar, þrátt fyrir allt. Á því vori eiga hinar blóðstokknu, vígmóðu og viðjasáru Evrópuþjóðir sér sameiginlega sigur- og frelsishátíð. Þetta vor rís að vísu yfir ægilegri rústir og meiri val en dæmi eru til, en um leið yfir hugi fleiri raunsýnna, en þó bjartsýnna þjóða sem gera sér ljóst hverju þær hafa fórnað og til hvers þær hafa unnið. Ef til vill verður þetta blóðgullna frelsisvor fyllra af glæsilegum fyrirheitum um nýjan og betri heim en svo að þau megi öll rætast. En mundi ekki öllu hugþekk- TMM_1_2009.indd 89 2/11/09 11:27:30 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.