Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 39
E n g i n g l æ pa s a g n a k r e p pa TMM 2009 · 1 39 með því að lesa fréttir, hefur steypt sér í skuldir með hlutabréfabraski, svo himinháar reyndar að hann sér ekki fram úr vandanum. Hann býr með konu sinni Bergljótu í húsi í Grófinni sem hann sér fram á að missa, einkadóttirin er flutt að heiman en hún hefur ávallt leitað fremur til móðurafa síns og ömmu en foreldra. Gilbert er vonsvikinn eftir pers- ónulega ósigra, bæði í einkalífi og fjármálum, og þau vonbrigði hafa leitt hann út í brask og vitleysu, þar sem hann ímyndar sér að hann geti öðl- ast sterkari stöðu í lífinu með því að efnast: „Ég vildi sem sagt verða ríkur en hafði ekki hugmynd um hvernig ég ætti að koma því í kring.“ (12) Vonbrigði Gilberts liggja djúpt. Hann hefur alla tíð reynt að koma ár sinni vel fyrir borð, verið félagi í Flokknum og gætt sín á að spila sam- kvæmt leikreglum þess spillta Íslands sem lýst er í bókinni. Faðir hans var Joop de Vries, gamall nasisti og athafnamaður, sem síðan gerðist viðskiptajöfur á Íslandi. Hann var alræmdur í kvennamálum og móðir Gilberts, Lára, var eitt af mörgum fórnarlömbum hans. Gilbert er hins vegar kenndur við Benjamín bruggara. Hálfbróðir hans, Kristleifur de Vries, er aftur á móti ekki sonur Joops heldur líklega norðmanns nokk- urs en er kenndur við hann og alinn upp í auði hans. Kristleifur hefur grætt ótæpilega á alls kyns braski og bisness og virðist hafa nef fyrir slíku, ólíkt Gilberti. Þegar Gilbert sér fram á gjaldþrot leitar hann til Kristleifs og Kristleifur býður honum upp á lausn – að greiða allar hans skuldir gegn því að hann drepi fyrir sig mann. Þetta ósiðlega tilboð er rauði þráðurinn í þessari sögu og vissulega fæst höfundur við áhugaverðar og krefjandi spurningar. Hversu langt er manneskja reiðubúin að ganga fyrir efnisleg gæði – hvað þarf til að manneskja taki líf annarrar manneskju? Hins vegar líður sagan nokkuð fyrir það að Gilbert Benjamínsson er aum aðalpersóna úr hófi fram. Hann hefur komið sjálfum sér í vandann og viðbrögð hans eru að þamba rauðvín og vorkenna sér. Það er ekki nema von að dóttir hans og eiginkona séu þreyttar á honum en illu heilli er hætt við að lesendur verði það líka og þar sem sagan hverfist um hann skapar það ákveðin vandræði. Hins vegar kemur á móti að höfundur kafar á dýptina í sið- ferðisefnum sem gerir það að verkum að bókin situr í lesanda löngu eftir lestur. Óttar M. norðfjörð vakti ómælda athygli með síðustu sögu sinni, Hnífur Abrahams (2007) en hún var nokkurs konar íslenskur da Vinci- lykill, hressilega skrifuð og vel unnin. Óttar heldur áfram að hagnýta sér „menningararfinn“ í nýrri sögu, Sólkross, en þar er fornleifafræðingur- inn Embla Þöll (vissulega viðeigandi nafn fyrir fornleifafræðing sem TMM_1_2009.indd 39 2/11/09 11:27:27 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.