Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 126
Ö r n Ó l a f s s o n 126 TMM 2009 · 1 Þó ekki sé nema út frá þessu um Althusser má sjá að það nær engri átt hjá Einari Mávi að afgreiða franskan „menntamannamarxisma“ sem tóman belging. Sú hreyfing átti ríkan þátt í að steypa mjög útbreiddum dólgamarxisma stalínismans. Helsti snaggaraleg er afgreiðsla Einars Más á þeim mikilvirka höfundi Roland Barthes, því hann víkur bara að einni grein hans, en sú fjallar um „dauða höfundarins“. Auðvitað er rétt hjá EMJ að fráleitt er að halda því fram að einstakur höfundur skipti engu máli, tíðarandinn eða eitt- hvað þvílíkt tali í gegnum hann, móti verk hans. En sannarlega hefur slíkt eitthvað að segja, auðséð eru samkenni skáldahóps tiltekins tíma og umhverfis. Þegar skáld sest niður við að yrkja gengur það inn í sérstakt hlutverk, hefur ákveðin markmið og viðmið, sem iðulega eru sameig- inleg fólki sem býr við mjög mismunandi aðstæður. nægir að minnst íslenskra nýrómantískra skálda um aldamótin 1900, bæði karlar og konur, sum efnuð, önnur blásnauð, sum urðu langlíf, önnur voru feigð- inni merkt frá unglingsárum og urðu skammlíf. Ekki sést þessi munur lífsskilyrða á verkum þeirra að mínu mati (sjá nánar seinni hluta bókar minnar Seiðblátt hafið, einkum bls. 415–426). Barthes lagði líka ýmis- legt hlutlægt af mörkum, t.d. ráðlagði hann fólki (í bókinni Núllstig skrifta – Le degré zéro de l’écriture, 1953) að kanna stíl texta með því að umrita hann með sem allra venjulegasta orðavali og orðaröð, þá væri komið hnitkerfi til að miða frávik textans frá núllstigi ásanna tveggja, orðavals og orðaraðar; á þeim grundvelli mætti meta stíleinkenni hans, frávik frá hversdagslegasta máli. Í greininni Hvar á að byrja – (Par où commencer 1970 í Nouveaux essais critiques) lagði hann til að líta á skáldaða sögu sem svartan kassa, og bera saman upphaf sögunnar og lok, til að sjá í fljótu bragði hvað gerðist í henni. Þetta heyrði ég einu sinni í norræna húsinu fyrrnefndan Ármann Jakobsson gera við skáld- sögur Halldórs Laxness með ágætum árangri. Litla bók (S/Z, 1970) skrif- aði Barthes sem túlkun á smásögu eftir Balzac. Þessi greining Barthes er fjórfalt lengri en smásagan, og því ekki fallin til eftirlíkingar. En hún hefur haft mikil áhrif til að opna augu fólks fyrir hlutverki einstakra setninga, því hann greinir þær í endurlit, framsýn, tuggur, tilvísun til samtímans og fleira af því tagi. Þar má læra margt um byggingu skáld- sagna. Hér mætti nefna enn einn áhrifamikinn túlkanda í hópi franskra menntamanna, en það er Gérard Genette. Hann hefur gert greiningar á skáldsögum þar sem fjallað er um mismunandi hlutverk sögumanna, sjónarhorn, undirtexta og fleira í þeim dúr strúktúralisma. Eitt frægasta rit Barthes er loks Goðsögur (Mythologies, 1957), en þar rakti hann duld- ar forsendur eða boðskap ýmissa hversdagslegra fyrirbæra samtímans, TMM_1_2009.indd 126 2/11/09 11:27:32 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.