Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 53
H a m l e t r e y k i r P r i n s : 101 R e y k j av í k á s í ð u o g t j a l d i TMM 2009 · 1 53 14). (Þá hugmynd að það sem best samsvari Kastalanum í heimi nútímans sé krá er einnig að finna í Dead Fathers Club eftir Matt Haig, annarri nútímaútgáfu af Hamlet.) Hlynur spyr: „Hvernig leit hann út?“ og Þröstur svarar: „Bara vel. Svona á þriðja degi“ (14) sem vísar greini- lega til þess að rísa aftur upp á þriðja degi eins og afturgöngu hæfir. Brátt er rennt frekari stoðum undir það að Þröstur sé persóna í ætt við Hóras með því að vinur hans Marel/Marri á sér greinilega hliðstæðu í Marsellusi. Þegar Hlynur sjálfur sér föður sinn „siglir [hann] hjá. Einsog vofa“ (22) og síðar getur Hlynur þess að „Pabbi er þrútinn kóngur, ekki standandi, og ekki heldur sitjandi – þetta er enginn veldisstóll – heldur bara þrútinn. Úr kóngi ertu kominn … Já. Ég reyki Prins“ (25). Fullur þungi þessara orða verður þó þá fyrst ljós þegar annar meðlimur úr fjöl- skyldu Hlyns kemur til skjalanna – Elsa, systir Hlyns, en þýðing hennar fyrir hamletsþemað birtist í því að þegar hún missir fóstur er það grafið og jarðarförin hefur sömu stöðu í frásögninni og útför Ófelíu (280). Áður hefur Hlynur ávarpað getnaðarvarnapilluna, sem hann hafði stol- ið frá Elsu og þar með hugsanlega valdið þungun hennar, þannig að með athyglisverðum hætti minnir á Hamlet: Ég held henni frá mér, einsog Mel Gibson í Hamlet haldandi á hauskúpu og malandi við hana á fornensku hvað það væri ótrúlegt að þetta hafi einu sinni verið skemtilegur náungi og ég fíla mig einsog hann, Melinn, finn íslenska text- ann flöktandi á bringunni á mér, nema hvað þetta er öfugt: Ég er að tala við dauðann sem er á undan lífinu, þann sem kemur í veg fyrir líf. (108–9) Það veitir nokkra vísbendingu að Elsa heitir í höfuðið á danskri ömmu þeirra og nafnið minnir á Helsingjaeyri (247) – þegar Hlynur ímyndar sér eigin jarðarför, hugsar hann: „Gleymi ömmunum. Else Helsinore eða Helsingör og Þuríður … Man ekki hvers dóttir amma er“ (337). Þetta gefur til kynna hve föðurþráhyggjan í Hamlet fær sterkan hljómgrunn í skáldsögu Hallgríms. Hlynur hefur mjög mismunandi afstöðu gagnvart ömmum sínum tveimur og það hefur sérstaka þýðingu í íslenskri menningu þar sem venjan er að kenna fólk við föður og þar sem Þuríðarnafnið hefur sterkan enduróm því að það kemur fyrir í Íslendingasögunum, að minnsta kosti einu sinni í samhengi þar sem mikilvægi feðra er ítrekað – í Laxdæla sögu er getið um Þuríði Ólafs- dóttur, langafabarn Egils Skallagrímssonar, en í Eyrbyggja sögu, sem Torfi Tulinius hefur nýlega borið saman við söguna af Hamlet (5), er Kjartan ein af fjölmörgum persónum með vafasamt faðerni (hann er greinilega ekki sonur opinbers föður síns) en móðir hans heitir Þuríður. (Tvær persónur í þeirri sögu eiga einnig feður sem ganga aftur.) Í huga TMM_1_2009.indd 53 2/11/09 11:27:28 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.