Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 59
H a m l e t r e y k i r P r i n s : 101 R e y k j av í k á s í ð u o g t j a l d i TMM 2009 · 1 59 Bruni hjálpaði þeim jafnvel til að kaupa jörðina ef honum leist á þá, sem svo var kallað, og síðan áttu þeir jörðina, að minsta kosti í orði kveðnu, og voru titl- aðir óðalsbændur á útsvarsseðlinum og sóknargjaldareikníngnum, og eftirað þeir voru dánir, þá voru þeir í kirkjubókunum til athugunar fyrir ættfræðínga. (20–21) Þetta á sér samsvörun í þessum vangaveltum Hlyns um K-barinn í 101 Reykjavík: „Þetta er einsog á biðstofunni uppá Húð og Kyn. Allir hlekkj- aðir í sömu dnA-keðjuna“ (51). Það sem merkilegast er, báðar bækurnar enda á að goldið er jáyrði við barni sem er hugsanlega eða örugglega ekki blóðskylt hetjunni því að risið í 101 Reykjavík kemur þegar Hlynur teng- ist syni/bróður sínum: „Halldór Stefánsson. Hann er samt nokkuð aug- ljós Hlynur“ (369). dagsetningin / tíminn þegar þetta gerist hefur jafn mikla þýðingu: „Klukkan er 1944 þegar ég stend …“ (368) – það er árið sem Íslendingar hlutu sjálfstæði frá dönum og tóku að losa sig úr viðj- um þeirrar lamandi fátæktar sem Laxness skrifar um og þróast til núverandi auðsældar sem er forsenda þess velferðarkerfis sem Hlynur er háður. Það er því kaldhæðnislegt að sá staður í skáldsögu Hallgríms sem minnir sterkast á Laxness er jafnframt sá staður þar sem hún víkur frá Laxness og þeim heimi sem hann er fulltrúi fyrir og ryður eigin braut, inn í sjálfstæða framtíð. Annað sem gefur til kynna að bókinni sé ekki ætlað að byggja aðeins á Laxness er að hann er ekki eini höfundurinn með Íslandstengingu sem vísað er til: Ísland er stórt land en samt ligg ég hér í andþrengslum upp við ofn með heila borg oná mér, sem þrýstir mér ennþá fastar uppað þessum ofni, sem þrýstir sömu kinn og áðan uppað þessum ofni, og ég finn hitann frá heitavatninu, sem örugglega er komið heila dagleið úr jörðu til að ylja mér. (183) Hér er ekki aðeins vísað til hitaveitunnar í Reykjavík heldur einnig sér- staklega til sögu Jules Verne, Leyndardóma Snæfellsjökuls, sem fjallar um ferð inn í miðju jarðar og hefst á Snæfellsnesi2, og síðan kemur fyrir menningarleg vísun af öðru tagi þegar rætt er um að það séu „vissir erfið leikar hér í kvöld útaf hljómsveitargæjunum sem eru þarna við borð. Blur eða Oasis“ (299); þar er vitaskuld átt við damon Albarn úr Blur sem var um tíma einn af eigendum Kaffibarsins í Reykjavík. Önnur atriði úr dægur- og borgarmenningu skjóta líka upp kollinum. Getið er um Eden í Hveragerði sem er fastur viðkomustaður á ferðamannaleið- inni til Gullfoss og Geysis; keppnina Sterkasti maður heims þar sem Íslendingar hafa iðulega sigrað; götuheiti í Reykjavík; Hótel Sögu og TMM_1_2009.indd 59 2/11/09 11:27:28 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.