Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 76
Vi l m u n d u r G y l fa s o n 76 TMM 2009 · 1 Þetta hræðilega orð uppgjöf hljómaði um gjörvallt land og fékk jafnvel fjöllin til að titra af hræðslu. Uppgjöf landsréttinda, uppgjöf hins sögulega réttar, uppgjöf frelsisins, hin þrefalda uppgjöf. Það var meira að segja orðað á fínan mennta- mannahátt á dönsku, svo varla var hægt að efast um að það var uppgjöf: þegar Alþingi „kapítúlaraði“. Þeir voru líka sakaðir um að hafa svikið og gengið á bak ákvarðana Þingvallafundarins 1888 og skoða málefni Íslands með Kaup- mannahafnargleraugum. Og Skúli Thoroddsen lét ekki við það sitja að skrifa í Þjóðviljann. Sum- arið 1890 fær Benedikt Sveinsson sýslumaður hann til þess að fara í framboð í Eyjafirði, vitaskuld gegn miðluninni og sínum gamla vini Páli Briem. Skúli vann glæsilegan kosningasigur og sat síðan á þingi allt til 1915, lengst af fyrir Ísafjarðarsýslu og Ísafjörð. Þegar kom á þingið 1891 var þegar í stað ljóst að andstæðingar miðlunar höfðu yfirhöndina, þó svo að Páll Briem sjálfur neitaði að trúa því. Þetta var að mestu sama þingið og 1889, þó að því frátöldu að þrennar aukakosningar höfðu átt sér stað að kosningunni í Eyjafirði meðtalinni, og andstæðingar miðl- unar höfðu alls staðar farið með sigur af hólmi, með hjálp Benedikts Sveinssonar sýslumanns. Umræður á Alþingi urðu æsilegar. Páll Briem var skapofsamaður og sennilega skildi hann ekki hvað mannskepnan gat verið óendanlega óupplýst, að honum fannst. Sigfús Blöndal orða- bókarhöfundur var skrifari á Alþingi þetta þing og hefur ritað um þessa þingfundi. Hann segir m.a.: Mér er minnisstæður sérstaklega einn þingfundur í neðri deild um stjórn- arskrármálið 1891 við 3. umræðu. Páll Briem hafði ráðist á séra Sigurð Stef- ánsson í Vigur með alveg ósæmilegum persónulegum skömmum, m.a. hafði hann brugðið honum um það að hafa á æskuárum sagt upp trúlofun við stúlku, frk. Guðlaugu Arason, sem einmitt sat í einu af nefndarherbergjum við hliðina á þingsalnum og hlustaði á þetta. Briem hafði komið auga á hana og þá freistaðist hann til að draga fram þessa gömlu sögu því svo var hann reiður að hann vissi varla hvað hann sagði eða gerði. Sr. Sigurður stóð upp og bað forseta að grípa inn og það gerði hann. En hörðust urðu átökin milli þeirra gömlu vina, Velvakenda, Kaup- mannahafnarbræðra, Skúla Thoroddsen og Páls Briem. Í Þingtíðindum er að finna þennan ræðubút Skúla: Páll Briem ber mér og Sigurði Stefánssyni á brýn að við höfum átt að segja að hann væri keyptur af stjórninni eða hennar fylgifiskum. Hvenær hef ég talað um það? Hitt kynni mér að hafa dottið í hug, og það mun ég hafa sagt, að ég bæri svo gott traust til stjórnar vorrar, að hún léti eigi ólaunaðan þann greiða sem Páll Briem, enda með töluverðri áhættu fyrir sitt eigið góða nafn og rykti, hefur svo alúðlega leitast við að gera stjórninni í þessu máli síðan 1889. TMM_1_2009.indd 76 2/11/09 11:27:29 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.