Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 94
Vi l m u n d u r G y l fa s o n 94 TMM 2009 · 1 Í lok greinarinnar er talað um íslenska forustumenn, sem séu „eins geðlausir fyrir Íslands hönd og Gylfi Þ. Gíslason“. Gylfi hafði sagt í Þjóðminjasafnsræðunni: Það, sem er að gerast í kringum okkur er að stórveldi eflast, bandalög myndast, olnbogarúm hinna smáu minnkar, skilyrði þeirra til að tileinka sér hlutdeild í framförum skerðast, kæna smáríkis dregst aftur úr hafskipi stórveldis eða bandalags. Um þetta sagði Magnús Kjartansson í ritgerðinni Að vera Íslendingur: Eðlileg alþjóðleg samvinna fer stöðugt vaxandi, og hún er svarið við þeirri kenningu Gylfa Þ. Gíslasonar að straumur tímans neyði okkur til að yfirgefa bátkænuna Ísland og ganga um borð í hafskipið Efnahagsbandalag Evrópu. Þessi umræða hélt áfram árum saman, og sýndi menningarfólk henni sérstakan áhuga. Það var deilt um stóriðju, og góðir rithöfundar eins og Ingimar Erlendur Sigurðsson og Svava Jakobsdóttir skrifuðu íhaldssam- ar þjóðernisbækur, önnur hét Íslandsvísa, og hin hét Leigjandinn. Vond- ur misskilningur var að vísu að báðir rithöfundarnir héldu að þeir væru róttækir. Og nærri alltaf þegar fólk fékk því sem næst flogaköst af ætt- jarðarást var vísað til landráðaræðunnar sem Gylfi Þ. Gíslason hafði haldið á 100 ára afmæli Þjóðminjasafns Íslands. Meira að segja 15 árum síðar, eða á samkomu á Akureyri árið 1978, heldur Tryggvi Gíslason skólameistari erindi um landráðamann og viðlíka kóna sem haldið hafi ræðuna í Þjóðminjasafninu forðum og segir síðan: „Boðskapur ráð- herrans þá, og hugsjón margra nú, er fólgin í þessum orðum: Til þess að verja frelsi sitt verður þjóðin að láta sjálfstæði sitt“. Þegar þessi orð eru lesin, þá hvarflar í alvöru að manni, hvort skóla- menntun yfir höfuð að tala sé nokkurs virði. Sjálfstæðissagan, samskiptasagan við útlönd, miðlunarsagan, á sér auðvitað fleiri virðulega þætti en þá sem hér hefur verið drepið á. Einn slíkur þáttur er saga landhelgismálsins. Þar tókust jafnaðarlega á sjón- armið þeirra sem héldu fram annars vegar ítrustu þjóðrembu og hins vegar þeirra sem vildu semja til sigurs. Þessa sögu þekkir þjóðin vel og heill þeim sem sömdu til sigurs. Þessari samantekt er ekki ætlað að varpa rýrð á þá hvöt að mönnum þyki vænt um land sitt og þjóð. En engu að síður er það sennilega ein- kenni smáþjóðar sem bjó öldum saman við erlenda stjórn að ættjarðar- ástin hleypur með menn í gönur. Landráðabrigsl hafa verið ótrúlega algeng í opinberri umræðu á Íslandi. Það hlýtur að vera sárt, sárara en flest annað, að búa við að vera kallaður landráðamaður – enda hlýtur TMM_1_2009.indd 94 2/11/09 11:27:30 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.