Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 106
S i l j a A ð a l s t e i n s d ó t t i r 106 TMM 2009 · 1 Hilmar velur kaupfélagslagerinn sem miðpunkt túlkunar sinnar á bókinni og það er ekki slæmt val í sjálfu sér. Þar vinnur Kjartan eftir að þau Ásdís flytja í þorpið og við fáum átakasögu þeirra í endurliti. Kjart- an verður eins konar þungamiðja sýningarinnar í meðförum Ólafs darra sem túlkar ólíkar hliðar þessa gallagrips af mikilli leikni. Með honum vinnur davíð, sonur skrýtna mannsins í þorpinu, sem Jörundur Ragnarsson leikur, og þar fer Matthías að vinna þegar hann snýr aftur heim. Þangað koma allar persónur einhvern tíma inn í ólíkum erinda- gerðum, enda er svona lager vöruveita bæði fyrir þorp og sveit. Það er stóralvarlegt mál þegar upp kemur draugagangur á lagernum sem hindrar vöruflæði þaðan, en ekki spilaðist nógu vel úr þeirri sögu í sýn- ingunni. Ég hygg að mörgum finnist þó eins og mér að aðalsagan í bókinni sé saga Kjartans, Ásdísar og Kristínar og óhugnanleg hefnd Ásdísar. Mestu vonbrigði mín voru með leikrænar lausnir á henni. drápin á hvolpunum og tíkinni voru grútmáttlaus og merkilegt að ekki skyldi frekar verið notaður – eða líka notaður – bruninn á dodge-inum sem Kjartan hefur verið að dunda sér við að gera upp í mörg ár. Hefði það ekki komið verr við karlkyns áhorfendur en nokkrir tuskubangsar sem fleygt er ofan í holu? Og jafnvel senan í framhaldi af brunanum sem stöðvaði hjartað í mér við lesturinn á bókinni. En hvað veit ég um hvað er hægt og hvað ekki? Allavega varð þessi áhrifamikla saga hálfómerkileg í sviðsetning- unni og það var sárt. Reynsla mín er því svipuð gagnrýnenda dagblaðanna, flestar sögurn- ar úr þorpinu verða því miður lítilvægar í þessari uppsetningu. Þetta eru í grunninn einfaldar sögur af ást og dauða (eins og sögur eru gjarnan), það sem hefur þær í hæðir er meðhöndlun Jóns Kalmans á þeim, litrík- ur stíllinn og sjarmerandi frásagnarhátturinn. Sýningin verður lítið meira en myndskreyting; en vissulega verða sumar myndirnar minnis- stæðar, og þar var hlutur Lárusar Björnssonar ljósahönnuðar og Ragn- hildar Gísladóttur tónskálds stór. Kolsvört kómedía Ef fyrirfram var gefið að Sumarljós færi ekki vel á sviði mátti sannarlega spá jafnilla fyrir Lab Loka-hópnum sem tók þá djörfu ákvörðun að koma drjúgum hluta af höfundarverki Steinars Sigurjónssonar upp á svið í Hafnarfirði. En uppsetning Rúnars Guðbrandssonar á leikgerð sinni Steinar í djúpinu náði furðulega sterkum tökum á þessum sérstæða höfundi. TMM_1_2009.indd 106 2/11/09 11:27:31 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.