Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 41
E n g i n g l æ pa s a g n a k r e p pa TMM 2009 · 1 41 undirheimagoðsögnin Óðinn Elsuson, sonur Elsu Mímisdóttur. Ekki er neitt vitað um föðurinn í byrjun sögu en nöfnin gefa óneitanlega skýra hugmynd um þann brunn sem höfundurinn sækir innblástur úr. Óðinn missir augað snemma í sögunni rétt eins og hið gamla goð, skömmu seinna flækist hann í atburðarás tengda fjárfestingafélaginu Yggdrasli, forstjóra þess og einkaritara forstjórans, glæsilegri ungri konu sem ber drottningarnafnið Viktoría. Frásögnin er hugmyndarík og um margt snjöll, kaldhæðni áberandi í samtölum og frásögn: „Hvað ert þú að vilja hingað?“ spyr Tómas og dæsir. „Og það í dag af öllum dögum?“ „Hvað meinarðu, í dag af öllum dögum?“ spyr Óðinn og glottir. „Er frídagur glæpamanna eða eitthvað, ha?“ (49) Stefán Máni slær svo sannarlega á viðeigandi streng á tímum efnahags- hruns, hann fæst við efnahagsbrot og viðskiptasvindl sem hann fléttar haganlega saman við hefðbundna undirheimaglæpi og sýnir í raun fram á að aðferðir undirheimanna duga vel í viðskiptum. Má það teljast athyglisverð heimssýn miðað við nýlega atburði hér á Íslandi. Óðinn er sérfræðingur í hefðbundnum glæpum, barsmíðum og dópsölu en flæk- ist inn í flókinn heim viðskiptaglæpa og gengur ansi hreint vel. En þó að sagan gangi upp, vísanir séu hugmyndaríkar og innsýn í undirheima og hvítflibbaheima sé oft og tíðum skörp skortir ákveðinn kraft í frásögnina sem gerir það að verkum að sagan hittir aðeins fjær skotmarkinu en Skipið. Kannski eru hvítflibbaglæpir einfaldlega óáhuga- verðari en aðrir glæpir? Samt vantar ekki ofbeldi og líkamleg meiðsl í þessa sögu, lesanda verður flökurt þegar Óðinn missir augað, seinna meir splundrast hné og kjöttægjur ganga í allar áttir. Slagsmálin eru eins og í bardögum úr Fornaldarsögum norðurlanda þar sem hetjurnar slátruðu óvinum sínum án þess að blikna. Stefán er rosalegur þegar hann lýsir slíkum atburðum en bestur er hann í andlegum óhugnaði og af honum mætti vera meira hér. Yrsa Sigurðardóttir er stundum titluð drottning íslenskra glæpasagna en hún er ein af fáum konum sem hefur lagt þetta fyrir sig (ef undan er skilin Birgitta Halldórsdóttir sem skrifaði hátt á annan tug glæpasagna á níunda og tíunda áratug 20. aldar). Auðnin er fjórða glæpasaga Yrsu og hefur sömu aðalpersónur og fyrri bækur; lögmanninn Þóru Guðmunds- dóttur og þýskan ástmann hennar, Matthew Reich. Styrkur Yrsu liggur ekki síst í aðalpersónunni en sjónarhornið í Auðninni liggur mestmegnis hjá Þóru. Þóra er ólíkt flestum norrænum leynilögreglumönnum sjaldan með samviskubit en tekur lífinu létt eins TMM_1_2009.indd 41 2/11/09 11:27:27 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.