Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Blaðsíða 124
Ö r n Ó l a f s s o n 124 TMM 2009 · 1 ing á eðli tungumála en ég hefi áður átt kost á. Mér finnst þröngsýn afturhaldssemi að kalla þessa breytingu á málakunnáttu afturför. Ég fann það að bók EMJ við fyrsta lestur, að þar væri helsti yfirborðs- leg gagnrýni á ýmsa fræga menntamenn franska. En þá var þess að gæta, að sá kafli (einkum bls. 70–134) er fyrst og fremst liður í heildinni, til að skýra hversvegna hin mikla hreyfing franskra menntamanna, sem flest- ir voru vinstrisinnaðir, hafi koðnað niður andspænis sókn nýfrjáls- hyggjunnar. Og það tekst EMJ nokkuð vel, svo sem Ármann Jakobsson rakti ljóslega í Tímariti máls og menningar vorið 2008. EMJ rekur að eftir að menn höfðu áratugum saman tamið sér gagnrýnislausa aðdáun á órökstuddum kenningum og snobbi fyrir því fámenna liði sem útskrif- aðist úr úrvalsskólanum sem EMJ kallar Kennaraháskólann (École normale superieure), var það varnarlaust gegn nýjum tískukenningum, enda batt hrun Sovétríkjanna enda á fyrri tísku marxisma. Öll umfjöll- un EMJ um slíka menntatísku er athyglisverð enda þótt feiknamikið efni sé tekið fyrir. Að því leyti sem ég þekki er gagnrýni hans nokkuð réttmæt, svo langt sem hún nær. Hún nær bara helsti stutt, þessir menn létu einnig ýmislegt gott af sér leiða, og vil ég lítillega víkja að því fáa sem ég þykist þekkja til. Það liggur í hlutarins eðli að fáir sem engir hafa yfirsýn yfir franska spekinga í hálfa öld, varla EMJ, og ekki ég. Eins og EMJ hefur mér oft blöskrað hve gagnrýnislaust ýmsir íslenskir mennta- menn hafa tekið upp sumar þessar kenningar – yfirleitt eftir Banda- ríkjamönnum – og skellt þeim á bókmenntaverk sem túlkun þeirra, án þess að huga að öðrum túlkunarmöguleikum. Að því hef ég vikið í nýrri bók minni, Seiðblátt hafið, og vísa þangað (einkum í umfjöllun sem hefst á bls. 213, 283, 339, 360). Þessir frönsku höfundar beittu oft ýkjum til að vekja athygli á máli sínu, og sæti síst á EMJ að hneykslast á slíkum aðferðum. En þegar EMJ átelur hve mikla athygli og fylgi rit þessara menntamanna fengu, enda þótt þau einkenndust af órökstuddum fullyrðingum, vil ég setja í fylk- ingarbrjóst helsta tískuspekinginn, Jean-Paul Sartre. Ég get ekki dæmt um heimspekirit hans, sem heimspekilærðir kunningjar mínir þó gera lítið úr. Þeir sögðu að það væri af því að hann væri fyrst og fremst skáld. En bókmenntafræðingar sögðu aftur á móti, að skáldverk hans væru svo sem ekki merkileg, en það væri af því að Sartre væri fyrst og fremst heimspekingur. Mér fannst hann þokkalegt miðlungsskáld, en fráleitt að bjóða honum nóbelsverðlaun – sem hann svo hafnaði. Ég vil hér aðeins nefna þykkt rit Sartre af sama tagi og þau rit sem Einar Már fjallar um; Hvað eru bókmenntir? (Qu’est­ce que la littérature) frá 1948. Þar fylgir hann í aðalatriðum ritum rússneska sósíalistans Georgs TMM_1_2009.indd 124 2/11/09 11:27:32 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.