Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 22
H a n n e s L á r u s s o n 22 TMM 2014 · 1 markast af æðum og kvistum í bland við gljáa síendurtekinnar snertingar, og endalausum ljósbrigðum frá hnífskörpum sólargeislum sumarsólarinnar yfir í samspil fífuloga, olíulampa og skammdegisskímu. Mjúkir skuggar leika um sperrur, skarsúð og reisifjöl. Bak við timburklædda veggi, þunna skel af viðarþiljum, er einföld grind, loftbil eða tómarúm og síðan hlaðinn jarðefnaveggur; handan viðarsúðar, tróð, reiðingur og torf. Þetta gerir það að verkum að öll hljóð, hvort heldur þau berast að innan eða utan, verða dempuð. Stærð glugga og staðsetning er einn mikilvægasti þáttur í andrúms- lofti og persónuleika hverrar baðstofu. Jafnan er einn skjár eða gluggi á miðjum framgaflinum en oft er litlum kvistgluggum komið fyrir á þekjuna, stundum einum yfir hverju rúmi. Í þessum húsakynnum hefur myrkur af mismunandi gráðum alltaf hlutfallslega meira vægi en birtan og myndar bakgrunn þar sem íbúarnir berast frá einni ljósstöð á aðra og staðbundið ljós lýsir upp afmarkað svið. Útskorin rúmfjöl, rokkur, marglit og mynstruð brekán, ýmist ofin, hekluð eða prjónuð og klukka á vegg, kannski hornaspænir með flatskurði á hand- föngum, askur með útskornu loki og formsterkir nytjahlutir á sveimi, ausur, hnífar, skörungar, kökukefli, kleinujárn, vel aðlagaðir vinnandi höndum.6 Engar myndir aðrar en innrammaðar liteftirprentanir af Maríu mey, Góða hirðinum eða Jesú í heiðurssessi, stundum Hallgrímur Pétursson, Jón forseti eða Fjallkonan yfir höfðalagi, jafnvel í félagsskap ættingja og fjölskyldumeð- lima á svarthvítum ljósmyndum. Bækur oftast svo fáar að þær fá yfir sig táknræna áru, ígildi helgigripa. Íslenski torfbærinn ber með sér hlýju, hann er mildur í lágstemmdri fegurð og hógværð. Í baðstofunni varð hlýjan til um leið og þar varð til vitundin um kuldann. Hlýja er hugtak sem felur í sér sérkennilega þrívítt svið, umliggjandi nærveru á mörkum þess yfirskilvitlega, fyrirbæri sem er auðvelt að skilja en ekki auðskýrt, til staðar, en verður ekki sviðsett eftir pöntun. Myrkrið og dimman eru þarna á heimavelli en þó sérstaklega rökkrið. Rökkur er myrkur af mýkstu gerð, gegnsætt, lifandi, mjúkt myrkur sem smýgur í gegnum og umliggur bæinn. Í rökkrinu öðlast skuggarnir líf, birtan stækkar og týran finnur til máttar síns. Rökkrið og hlýjan eru systkini ættuð úr torfbænum. Svo sérkennilegt að útliti, uppbyggingu og notagildi er þetta rými, að varla er hægt að hugsa sér að einhver hafi sest niður og gert að því forskrift. Svona íveruhús verða til eins og af sjálfu sér. Baðstofusmiðurinn er eins konar stökkbreyttur samruni handverksmannsins, arkitektsins og listamannsins og þess vegna þarf ekkert annað en að smella fingri eða draga húsið upp úr hatti. Þróun og uppruni fæðst eftir óljósum farvegum. Nafnið engu líkara en sjálfsprottið og orðið til úr leyndum þráðum tungumálsins, ef til vill snúið saman úr fornu baðhúsi, svetti, gullaldarskála og dyngju. Merking þess ekki föst í hendi um leið og hún hefur tekið sér bólfestu í undirmeðvitundinni og sest að í hverju beini. Alrýmið, þar sem fólk íklæðist og afklæðist, kemur í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.