Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Qupperneq 35

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Qupperneq 35
Í s l e n s k i b æ r i n n TMM 2014 · 1 35 á 19. öld.“ (bls. 40) Einnig bætir Hörður við frekari greiningarbásum; fornagerð, raðhúsagerð (í þessu sambandi telur Hörður að orðið bær sé eins konar tegundarheiti á húsum sem standa hlið við hlið án bakhúsa. Tilvist fornrar raðhúsagerðar, sbr. tóft Hólms í Landbroti, stríðir þá gegn fyrri kenningum um uppruna baðstofunnar og þróunarferðalagi hennar. Sjá bls. 31 og 33), Keldnagerð, Mælifellsgerð, Galtarstaðagerð, Marbælisgerð, Hvammsgerð, þurrabúðargerð eldri og þurrabúðargerð yngri. Efast má um að básarnir nái utanum viðfangsefnið og hvort leit Harðar Ágústssonar að formrænni reglufestu í torfbænum hafi í raun fundið frjóa jörð. Fremur virðist mega lesa milli línanna í þessum umfangsmiklu greiningartilraunum að það sé einmitt margbreytileikinn, spuni og formtilraunir á rótgrónum grunni sem eru megineinkenni torfbæjarins og um leið verðmætasta inntak hans og lærdómsríkasta fordæmið. Áhugaverður kafli í þessari sögu er „Forsmiðir og verk þeirra“, sem Hörður gerir nokkra grein fyrir, að vísu eingöngu á grundvelli varðveittra höfuðbóla, í samnefndum kafla í umræddri bók. (bls. 67–75) 12 Í kaflanum „Baðhúsið breytist í baðstofu“ í nýútkominni bók Af jörðu, Hjörleifur Stefánsson, Crymogea 2013, er sjónum fyrst og fremst beint að varmabúskap í baðstofurýminu og mögu- leikum manna og dýra sem hitagjafa, bls. 72. Lengst af hefur líkami manna og stundum dýra verið einn meginhitagjafinn í íslenska alrýminu og þannig átt drjúgan þátt í mótun þess með tilliti til stærðar og lífsstíls. 13 Torfljárinn er rammíslenskastur allra verkfæra, óumdeilanlega smíðaður af íslenskum körlum í smiðjum sínum, sérsniðinn að sérstöku handverki sem orðið hefur til í viðureign íbúanna við að losa byggingarefni úr blautum og köldum mýrum á norðurhjara. Hugsanlegt er að þetta verkfæri hafi verið notað strax á fyrstu öldum búsetu, en mögulegt er líka að þetta verkfæri hafi þróast og komið fram seinna. Hugsanlegt er að allt torf hafi á fyrstu öldum verið stungið. Strengir eða torfflögur þá stungnar í lögum í tiltölulega stuttum einingum, sbr. algeng stunga á mó fram eftir öldum víða í Norður-Evrópu. Notkun á torfljá til ristu á streng er á margan hátt árangursríkari aðferð. Einkennilegt er að elstu efnislegu heimildir varðveittar á söfnum um þetta verkfæri eru einungis frá seinni hluta nítjándu aldar. Í Jónsbókarhandritum frá sextándu öld; AM 127 4to_MG_3307 og AM02-0345-is-0052r, sjást karlar við hvalskurð með gerðarlega þverskefta hnífa, og verður ekki betur séð en að um sé að ræða torfljái með skamm- orfi. Torfljáir hafa þótt heppileg verkfæri til hvalskurðar, enda ekki ólík tilfinning að skera ræmur og bita af hvalspiki og torfi. Aðferðin gæti verið sú að skorið er fyrir, stykkið afmarkað, og síðan rist undir með torfljánum. Vanur torfristumaður með velsmíðaðan torfljá í höndum er vafalaust jafnframt góður hvalskurðarmaður. Það hefur löngum þótt góð búmennska að nýta sama áhaldið til margra verka. 16 Nú í ár (2013) var Shinto-musteri sólgyðjunnar Amaterasu í borginni Ise á Honsueyju í Japan endurbyggt í 62. skipti. Þetta musteri er endurbyggt frá grunni við hlið gamla musterisins á tuttugu ára fresti, í nákvæmlega sömu stærð og úr nákvæmlega sama efni og með sömu aðferðum. Þegar nýja musterið er fullbyggt er það gamla rifið til grunna og nýtt musterið byggt aftur á þeim stað að tuttugu árum liðnum og þannig koll af kolli. Allt þetta ferli er hluti af röð fastmótaðra helgiathafna hinna fornu Shinto-trúarbragða í Japan. Talið er að fyrsta musterið hafi verið byggt árið 692. Regluleg endurbygging leirhúsa víða í Afríku er einnig oft bundin fastmótuðum samfélagslegum helgiathöfnum. Endurbygging íslenska bæjarins og bað- stofunnar á sama staðnum, nokkurn veginn í sömu stærð og með sömu efnum, kynslóð eftir kynslóð er hluti af endurbyggingararfi staðbundinnar byggingarlistar sem þekkt er víða um heim. 17 Í bókinni Af jörðu, Crymogea 2013 eftir Hjörleif Stefánsson er að finna greinargóða og mynd- skreytta samantekt á úttektum af um 20 torfbæjum, húsum og rústum þar sem megináherslan er lögð á húsasafn Þjóðminjasafnsins. Þetta verk er mikilvægt leiðarhnoða á vegferð frekari greiningar og túlkunar á arfi sem enn liggur að mestu óbættur hjá garði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.