Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 66
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 66 TMM 2014 · 1 Líkanið segir okkur þó lítið um gæði þessarar úrvinnslu á goðsögunum. Hvað á okkur eiginlega að finnast um þetta? Ég verð að játa að þegar ég skoðaði fyrst einhver tilfallandi myndasögublöð um Thor fannst mér ekki mikið til koma. Óðinn tvíeygur og fleygur Thor, mér fannst þetta aðallega dálítið pínlegt. Ekki hjálpaði til að þá var ég í áraraðir búin að gleypa í mig dásamlegar útgáfur hins danska Peters Madsen í myndasöguseríunni Goð- heimar (Valhalla), en þær komu fyrst út á íslensku árið 1979 (á dönsku 1977). Þó Thor hafi þá verið orðinn nokkuð vel þekktur sem ofurhetja hafði ég ekki kynnst honum – ég er þessum fimm árum yngri og amerísk myndasögu- blöð voru einfaldlega ekki hluti af minni heimsmynd. Það var ekki fyrr en ég eltist og þroskaðist sem ég lærði að meta þetta eðla efni (og fékk óheftan aðgang að því í myndasögudeildinni minni á Borgarbókasafninu). Madsen- útgáfurnar hrifu mig ekki síst fyrir að þar var nokkur áhersla lögð á að hrista upp í hefðbundnum kynjahlutverkum, auk þess sem hæfilega mikið grín var gert að hetjum og goðum, Þór, Baldri og Tý. Madsen, Lee og Kirby og kvikmyndagerðarmennirnir eiga það hinsvegar sameiginlegt að fatta að aðalmaðurinn er Loki, persóna hans er einfaldlega langáhugaverðust (fyrir utan kannski Óðin, en sem alfaðir þá er hann einfaldlega ekki nógu spenn- andi, sorrí). Og Loki, bragðarefurinn sem ómögulegt er að festa hendur á, er einmitt ágætis táknmynd fyrir þær flækjur sem fylgja umræðu um menn- ingararf, nýtingu hans eða verndun.20 Heima og heiman Snorra-Edda tilheyrir heimi íslenskra fornrita og hugmyndir okkar Íslend- inga um þjóð og þjóðerni eru að miklu leyti bundnar menningararfi í formi bókmennta, fornritanna sem færð voru til bókar á miðöldum.21 En hvernig munum við þessa fortíð, eða réttara sagt, hvernig varðveitum við minningar okkar um hana?22 Fyrir allmarga er Íslandssagan fremur einföld saga af sigrum og dáðum, landafundum og einstakri sagnamennsku – og niðurlægingu undir erlendu valdi. Nýjasta og skýrasta birtingarmynd þessa er sú upphafða orðræða sem núverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, viðhefur en markmið hennar er greinilega að skapa þjóðerniskennd og samstöðu. Samkvæmt þessari sýn ber að verja og vernda þjóðmenningu: í krafti hennar erum við þjóð. Það er hinsvegar hægt að vera gagnrýnin á þessa glæstu sýn án þess þó að hafna því að fornritin séu mikil- væg. Þó er ljóst að hér er verið að láta menningararfinn þjóna pólitísku hlut- verki, „sem styrkir ákveðna sýn á fortíðina sem er afar íhaldssöm og jafn- framt að bægja athyglinni frá mögulegum breytingum í framtíðinni“.23 Enn á ný vekur þetta upp spurningar um sanngildi: eins og áður segir er óþarfi að draga gildi handritanna í efa, en sanngildi þeirrar þjóðernisímyndar sem forsætisráðherra er svo hugleikin er hinsvegar vafasamt. Fornritin eru merkasti menningararfur Íslendinga og eins og áður segir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.