Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 88
S t e fá n S t e i n s s o n 88 TMM 2014 · 1 ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar bundna í rautt rexín af Þresti bók- bindara Jónssyni. Ég var dálítið myrkfælinn á meðan. Þá tók ég Skaphund Menanders fram og fann að í aukafögum var ég aftur kominn þangað. Við höfðum byrjað að lesa leikritið hjá Kolbeini kafteini um líkt leyti og eldri sonur minn leit ljósið eða í janúar 1992. Ég hafði þá um sumarið snarað ⅔ hlutum af honum með bláum blekpenna á grænan pappír. Á vöktunum á Hvolsvelli lauk ég við þýðinguna með svörtum blekpenna á sams konar pappír. Það var sami penninn en tveir mismunandi litir á blekinu. Þetta var Pelican antikblek í Pelican blekpenna. Síðan endurskrifaði ég þýðinguna 12 sinnum og sendi hana Lærdómsritunum. Það var haustið 2007 og mun prentun vera í undirbúningi. En nú var orðið alveg ljóst hvert ég stefndi um aukafag. Í klassísku deildinni hafði ég einhvern tíma spurt Svavar hvort nokkur væri að þýða Heródótus. Nei Stefán, það verður nóg fyrir þig að gera í fram- tíðinni, svaraði Svavar. Strax sumarið 2006 kom þessi hugsun aftur yfir mig eins og hland úr fötu. Þá sendi ég Guðmundi Andra netpóst með fyrirspurn sama efnis. Nei, hann hafði aldrei vitað um neinn svo bilaðan. Ég gerði þarna prufuþýðingu á Sögu Kýrusar en tók að öðru leyti næsta ár í að fullkomna Skaphundinn. Á þessum tíma hafði ég aldrei lesið Heródótus nema glefsur. Ég tók nú fram hina rómuðu þýðingu Aubrey de Sélincourt frá 1952 í hinni rómuðu endurskoðun Johns Marincola frá 1996. Hugðist ég lesa frá A–Ö. En enska er ekki tungumál sem hentar til að lesa klassískar bókmenntir. Aldrei hefur t.d. Hómer verið jafn ljótur og leiðinlegur og flatur og formlaus og á ensku. Eftir tvær bækur af Heródótusi henti ég bókinni út í horn og sagði við mína mæddu sál: Þetta verð ég að þýða. Það var þá um sumarið. Þá var spurningin með hvaða aðferð? Prufuþýðinguna árið áður hafði ég gert úr ensku eftir þýðingu Macauleys og Lateiners og síðan endurskoðað með samanburði við frumtexta. Þannig hélt ég þetta yrði fljótlegast en það var drep helvítianskoti leiðinlegt. Næst keypti ég mér A-4 stílabók inn bundna í svört harðspjöld og ætlaði að þýða með svörtum blekpenna. En nú var penninn orðinn Lamy. Ég þýddi fyrsta paragrafið, það sem kallað er 1.1.0 og er prentað framan á bókarkápu á útgáfunni okkar. Var nú þessu verki lokið. Ég sá að þetta gekk ekki. Aldrei hefur neitt meira bæst í þá bók. En snemma á vegferðinni rakst ég á hann Perseif á netinu. Perseifur er forrit sem Tufts háskóli í hafnarmarki Boston býður upp á á heimasíðu sinni. Þar eru klass- ísku textarnir birtir með enskri þýðingu og hægt að smella á flest orðin til að fá fram orðflokkagreiningu og merkingu. Merkingin er sótt í orðabækur Henry Liddell og Róberts Scott. Henry Liddell var faðir Alice Liddell sem þekkt varð sem Lísa í undralandi en Róbert Scott var ekki sá sem fór á suðurpólinn og lenti í meira veseni en Vilborg Arna. Tufts háskóli byrjaði með Perseif 1987 og þegar að mér kom voru þeir að ýta Perseifi 4.0 úr vör. Eftir honum þýddi ég síðan Heródótus allan. Þýðingarstarfið fór að mestu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.