Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 112

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 112
Þ o r s t e i n n A n t o n s s o n 112 TMM 2014 · 1 land. Þrátt fyrir hin jarðsögulegu rök verður að ætla að þróun menningar við slík skilyrði, Egypta, Rómverja, hafi mestan part orðið til fyrir hendingar. Við bætist að tegundir manndýra voru nokkrar á forsögulegri tíð. Okkar er sú eina sem eftir lifir. Hinum tegundunum hafa erjur og náttúruhamfarir útrýmt. 3. Veruleiki eða blekking Menn eru dýrategund sem á hundruðum árþúsunda, ef ekki milljónum, hefur ræktað sig sjálfa með líkum hætti og eigin húsdýr. Allt námsval beinist í þá átt. Einnig hjúskaparsáttmálar. Maðurinn hefur við sjálfsræktina glatað eðlisávísunum sínum, rétt eins og húsdýr hafa orðið fyrir þeim firnum af sama tilefni. Menn hafa framlengt fósturstigið. Af þessari vís- vituðu stjórnsemi manndýrsins sem nú lifir hafa leitt efld skilyrði til óhlut- bundinnar hugsunar, þróunar tungumála og þar með til frjálsari tjáskipta, listsköpunar, vísindalegrar hugsunar og í framhaldi af henni hagnýtingar tæknikunnáttu. Þau andlegu og líkamlegu umskipti sem af þessari ræktun manna á mönnum hefur leitt – hafa augljósa kosti. Gallarnir eru einnig umtalsverðir: Einkum hefur veruleikaskynið brenglast. Samanborið við menn hafa villt dýr ofurnæmt veruleikaskyn. Ef eitthvað vantar á að eðlilegt sé í náttúrlegu umhverfi dýra forðast skepnan það eins og um líf og dauða sé að tefla. Einmitt fyrir það hversu frjálsir menn eru fyrir þessar tilgreindu orsakir óttast dýrin menn fremur en aðrar tegundir lífvera. Eðlisávísun manna er skert, þar með skynið á veruleikann. Sem tegund lífvera eiga menn því ekki afturkvæmt til náttúrunnar, ekki frekar en húsdýrin. Í staðinn býr útlaginn, hinn mennski maður, sér til ímyndaðan heim og hefur alltaf gert í sögu mannkynsins. Af því segir með myndríkum hætti í fornum heimildum. Á sögulegri tíð hefur þessi ímyndaði heimur mannfólksins verið trúarbrögð í margskonar mynd. Þau úrskurða um það hver skuli teljast manneskja og hver dýr. Þau skipta hegðun manna í illa og góða af miklum strangleika. Með tilvísunum trúarbragðanna á algildan sannleika sem svo telst vera. Borgarmenningin er hins vegar nýtt stig í þessari löngu sögu. Hún fylgir fram opinskátt nauðsyn blekkingar, einkum með tækni eins og sjónvarpi og öðrum myndmiðlum borgaralegs þjóðfélags. Samkvæmt þeim miðlum hafa menn og menning orðið til fyrir tilviljanir. Rökrétt er því að álykta að nánast engin líkindi séu á sambærilegum lífverum við okkur menn á öðrum hnöttum. Innan þeirra marka sem nokkur von er um að mannlegt hugvit geti spannað. Jörðin eins og hún birtist á skjánum er einstæð í himingeimnum, eins og skel á hafsbotni sem ein inniheldur hina dýrustu perlu. Við menn erum undantekning, frávik, svo á jörðinni sem annars staðar, orðnir til að mestu fyrir eigin tilverknað. Við eigum vitundarlíf okkar eitt sameiginlegt með öðrum öflum tilverunnar en næsta manni. Svo á jörðu sem á himni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.