Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 138

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 138
D ó m a r u m b æ k u r 138 TMM 2014 · 1 siðferðilegar spurningar um trúnað. Hins vegar er heildarmyndin af náköld- um veruleika stjórnmálanna trúverðug og afar gagnleg fyrir þá sem vilja skilja hvernig kaupin gerast í reynd á hinni pólitísku eyri – „warts and all“ eins og stundum er sagt á engilsaxnesku. Bækur af þessu tagi hafa verið fátíðar á Íslandi – en algengar í útlöndum. Í bók Steingríms er nafnaskrá, en atriðisorðaskrá vantar. Hvorugt er hins vegar að finna í bók Össurar. Það er til mikils baga fyrir lesendur. Með nútíma- tækni á að vera auðvelt og kostnaðarlítið að þjóna lesendum betur í þessu efni. Þröstur Helgason „Hvað binzt við nafn?“ Auður Ava Ólafsdóttir: Undantekningin – De arte poetica. Bjartur 2012. I Meginvandi skáldskaparins er sá að hann reynir að lýsa ólínulegri tilvist mannsins á línulegu formi bók- menntanna. Listform sem gerir ráð fyrir því að byrjað sé á ákveðnum stað og endað á öðrum er ekki sérlega vel til þess fallið að ná utan um hið tilviljunar- kennda og óvænta. Þetta þýðir ekki að frávikin hafi ekki verið viðfangsefni skáldskaparins. Þau hafa þvert á móti haft mikið aðdráttarafl fyrir skáldin. Þetta þýðir einfaldlega að línulegt form prentaðs texta fellir frávikin iðulega að sínu lögmáli. Þetta hljómar ekki að öllu leyti vel. Er skáldskapurinn þá nauð- bundinn af einhvers konar kerfi? Skoðum málið frá annarri hlið. Frá- sagnir hafa frá alda öðli endurspeglað óreiðuna í heiminum með einhverjum hætti. Furðusagnir fyrri alda eru ágætt dæmi. En frásögnum hefur einnig verið ætlað að koma reglu á óreiðuna, gera til- viljunarkennd tákn að skiljanlegum heimi; goðsagnir breyttu kaosi í kosmos. Þetta hefur einnig verið markmið vís- indanna. Vísindalegur skilningur virtist um tíma jafnvel geta fellt heiminn í eitt samfellt kerfi og bókmenntirnar fylltust um leið trú á að þær gætu lýst þessu kerfi með raunsæislegri nákvæmni. En síðan áttuðu vísindamenn sig á því að það væri ekki að öllu leyti hægt að fella heiminn í línulegt kerfi. undantekning- arnar væru of margar. Til þess að ná utan um þær dugðu ekki línulegar jöfnur stærðfræðinnar sem sýndu kerfið bregð- ast við áreiti í réttu hlutfalli við styrk áreitisins. undantekningarnar kölluðu á ólínulegar jöfnur sem byggja ekki á neinum almennum aðferðum. Og enn eru vísindin skammt á veg komin með að skilja þau ólínulegu kerfi sem hafa áhrif á líf okkar á hverjum degi. Skáldin standa því aftur (og enn) frammi fyrir óreiðu sem þau reyna öðrum þræði að koma skipan á. En skáldin eru ekki bara reglupésar. Flókin heimsmynd vísindanna hefur ekki síður kallað á tilhneigingu til þess að lýsa óreiðunni eða endurspegla hana í bókmenntunum. Grundvallarþáttum í þeirri bókmenntahefð sem myndast hafði í gegnum aldirnar hefur til að mynda verið ýtt til hliðar í sumum verk- um sem einkum hafa verið kennd við framúrstefnu og módernisma. Línulegri frásagnarframvindu er þá riðlað og sömuleiðis röklegum merkingar- tengslum í tungumálinu, persónusköpun verður brotakennd, sjónarhorn flöktandi og fleira mætti nefna. En höfuðverkur- inn er eftir sem áður sá að bókmenntirn- ar sitja uppi með miðilinn sem þær eru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.