Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Qupperneq 139

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Qupperneq 139
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2014 · 1 139 kenndar við og línulegt form hans. Enn eru ekki til ólínulegar bækur og varla ólínulegar bókmenntir (þrátt fyrir áður- nefndar tilraunir með að brjóta upp línulegan lestur prentaðs texta). Að minnsta kosti virðast bókmenntirnar ekki komnar lengra en vísindin með það verkefni að skilja eða lýsa þeim ólínulegu kerfum sem hafa áhrif á líf okkar á hverjum degi. Til þess duga engar almennar aðferðir, ekki í skáldskapnum frekar en í stærðfræðinni. Svarið við spurningunni hér að fram- an er því já, bókmenntirnar eru bundnar af tilteknu línulegu kerfi sem þær hafa lengi reynt að brjótast út úr eða breyta. Þessi klemma er meginumfjöllunarefni nýjustu skáldsögu Auðar Övu Ólafsdótt- ur, Undantekningarinnar (2012).1 Auður hefur sjálf bent á það í fyrirlestri um skáldskapinn að undirtitill bókarinnar de arte poetica vísi „í þá skáldskaparlík- ingu að ólíkt mannlegri hegðun sem sé óútreiknanleg, ófyrirsjáanleg og óreiðu- kennd, þá byggi skáldsaga á röð og reglu sem birtist til dæmis í því að hún hefur upphaf, endi og miðju“. Hún segir að Undantekningin viðri þannig „efahyggju í tengslum við samband skáldskapar og raunveruleika“ en sú efahyggja „beinist hins vegar ekki að möguleikum skáld- skaparins til að gefa óreiðu lífsins og þversögnum mennskunnar merkingu og tilgang“.2 Bæði skáldsagan og fyrirlesturinn eru óneitanlega hreinskilin útlistun rithöf- undar á takmörkunum listformsins. En Undantekningin leiðir jafnframt í ljós hvað skáldskapurinn er stór hluti af líf- inu. II Undantekningin er öðrum þræði eins konar konseptverk. Hún er það ekki aðeins vegna þess að bókin hverfist um tiltekna hugmynd heldur einnig vegna þess að verkið fjallar umfram allt um sig sjálft, tilurð sína, takmörk og eðli. und- irtitill bókarinnar de arte poetica þýðir: skáldskaparlistin. Skáldsagan tilheyrir með öðrum orðum þeim stóra flokki verka sem kallaður hefur verið sjálfsögur (e. metafiction). Hér á landi hafa skáld- sögur af þessari tegund verið nokkuð áberandi undanfarin ár. Höfundar sem kannski mest hafa lagt sig eftir forminu eru Bragi Ólafsson, Eiríkur Guðmunds- son og Hermann Stefánsson. Það er óþarft að benda á það – og skiptir líklega engu í stóra samhenginu – að þetta eru þrír karlar og þeir tengjast allir (en þó mismikið) bókaforlaginu Bjarti sem gefur einmitt út Undantekningu Auðar Övu. Það skiptir sennilega heldur ekki höfuðmáli að kona skrifar Undantekn- inguna, en í samhengi verksins er það hins vegar nokkuð mikilvægt atriði að aðalpersónurnar eru konur og karlar yfirleitt grunnsamlega mikið fjarverandi þótt þeir séu orsök helstu atburða – og ógæfu aðalpersónunnar. En svo það sé tekið fram strax, þá er Undantekningin ekki (bara) einhvers konar tilraun um skáldskaparfræði og alls ekki þunglamaleg bókmenntafræði- leg stúdía frekar en bækur þeirra höf- unda sem nefndir voru hér að framan. Þetta er afar læsileg og margbrotin saga um ást og óendurgoldna ást, um blekk- ingar og sjálfsblekkingar, um blindu fólks á nánasta umhverfi og vanmátt þess gagnvart hinu ófyrirséða, um það hvað annað fólk hefur mikil áhrif á manns eigið líf og sjálfsskilning. Bókin er skrifuð af tilgerðarlausu listfengi og léttleika sem gæðir kunnugleg stef nýju lífi. Kunnugleiki er raunar enn eitt mik- ilvægt þema þessarar bókar og tengist hugmyndinni um undantekninguna sem er auðvitað andstæða endurtekningar- innar sem Auður Ava bendir á í fyrr- nefndum fyrirlestri að einkenni söguefni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.