Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 140

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 140
D ó m a r u m b æ k u r 140 TMM 2014 · 1 rithöfunda almennt.3 Við komum aftur að því hér á eftir. III Eins og fyrir stærðfræðilega nákvæmni byrjar Auður söguna með því að gefa upp tiltekin upphafsskilyrði – sem eru nauðsynleg þegar reikna á út hvað líklegt er að gerist í framhaldinu. Það er gaml- árskvöld. Klukkan er ellefu mínútur fyrir miðnætti og það fer fram „úrslita- orrusta milli gamla og nýja ársins“ (8). Hitastigið er mínus tíu gráður og snjór þekur jörð. Hjón standa úti á svölum. Eiginmaðurinn segir eiginkonunni að hann sé ástfanginn af samstarfsmanni sínum. Eiginmaðurinn og ástmaðurinn heita báðir Flóki og eru báðir sérfræð- ingar í óreiðukenningunni – sem fjallar einmitt um áhrif frávika í náttúrunni. Skýringin sem Flóki gefur á skyndi- legum viðsnúningnum er rökleg og vísar til sérgreinar hans: „Þú ert undantekn- ingin í lífi mínu“ segir hann (10) – hann hefur sem sagt að öðru leyti verið upp á karlhöndina. Konan, sem heitir María, á aftur á móti bágt með að skilja það sem er að gerast. Þetta eru sannkölluð tíma- mót, allt gamalt og gott virðist fuðra upp og framundan blasir við nýtt líf, alger- lega nýjar aðstæður, óvissa. Viðbrögð hennar virðast órökleg en þau fela í sér ákveðinn lykil að verkinu: „Hefur þetta eitthvað með það að gera að þið heitið sama nafninu? Flóki er ekki algengt nafn.“ (10). Hún telur nafnið vera það sem aðskilur þau Flóka eins og Júlía taldi ættarnafn Rómeós standa í vegi fyrir því að þau mættu eigast: „Hvað binzt við nafn? Það blóm sem nefnt er rós hefði jafn-ljúfan ilm með öðru nafni“ (þýð. Helgi Hálfdanarson). Svar Auðar Övu við spurningunni er annað en Júlíu. Ýmislegt geti nefnilega falist í nafni, ekki síst merkingin og jafnvel tilgangurinn sem við gefum hlutunum.4 IV Fremst í bók Auðar Övu er vitnað í Hin hýru vísindi eftir Friedrich Nietzsche: „Við viljum verða ljóðskáld okkar eigin lífs fyrst og fremst í hinum smæstu og hversdagslegustu atriðum.“ Meginfram- lag Nietzsches til vestrænnar fagurfræði fólst í því að hann gerði engan greinar- mun á raunveruleika og skynjun manns- ins. Heimurinn er þannig huglægur, hann er það sem við hugsum. Og listin er þar með ekki aðeins lýsing á því hvernig maðurinn skynjar yfirborð hlut- anna; með listinni mótar maðurinn sjálfan heiminn.5 Í Undantekningunni birtist þessi hug- mynd í ýmsum myndum. Bókin fjallar um sögurnar sem við segjum um sjálf okkur og þann skilning sem við leggjum – eða leggjum ekki – í sögurnar sem aðrir segja. María stendur frammi fyrir því verkefni að móta nýjan heim á rúst- um þess gamla sem hrundi með sam- bandsslitunum við Flóka. Hún þarf að gerast ljóðskáld síns eigin lífs í „hinum smæstu og hversdagslegustu atriðum“. En það er ekki aðeins ný framtíð sem hún þarf að skapa heldur glímir hún einnig við að endurskapa fortíðina. Aftur og aftur rifjar hún upp liðna atburði og frá byrjun má ljóst vera að upplifun hennar stangast á við það hvernig aðrir sjá hlutina og reyna. Líf hennar virðist að stórum hluta hafa verið hennar eigin skáldskapur. Ekki hefur aðeins samkynhneigð Flóka farið alger- lega fram hjá henni heldur reynist sú fal- lega hugmynd sem hún hafði gert sér um hjónaband sitt nánast alger blekking. Hugmyndir hennar og hugtök virðast með öðrum orðum ekki passa við veru- leikann. Nietzsche sagði einmitt að hug- tök okkar bæru frekar vott um sköpun- argáfu en getu til þess að lýsa hlutunum í sjálfum sér.6 En María er einnig eins og persóna í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.