Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 141

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 141
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2014 · 1 141 skáldskap annarra og kannski hefur hún verið það umfram allt annað. Hún getur þannig ekki talist höfundur – ekki einu sinni meðhöfundur – þeirrar sögu sem móðir hennar hefur sett saman um líf sitt og eiginmanns síns – stjúpföður Maríu – og hún er heldur ekki mjög glöggur lesandi þeirrar sögu. Í byrjun bókar skýtur blóðfaðir Maríu upp koll- inum, sem aldrei hafði verið hluti af lífi þeirra mæðgna – eftir því sem María best vissi – og það er út frá honum sem hinn meginþráðurinn í endurritun hennar á ævisögu sinni er spunninn. Í byrjun sögu stendur María sem sagt frammi fyrir því að þurfa að endurskoða eða endurtúlka og umskapa eigið líf út frá fjarveru tveggja karla. V Hér virðist sagan augljóslega bjóða upp á freudískan lestur. Föðurduld Maríu gæti til dæmis hafa leitt til bælingarinnar sem veldur blindu hennar á eigin umhverfi. Föðurleysi Maríu er undirstrikað með því að blóðfaðir hennar lætur lífið eftir þeirra fyrsta fund; María verður þannig föðurlaus aftur, ef svo má segja. Sé les- andinn ekki vakandi fyrir freudískum lestri, þá er sá möguleiki einnig undir- strikaður með annarri aðalpersónu sög- unnar, dvergnum Perlu sem er sálgreinir, sérhæfður í fjölskyldu- og hjónabands- ráðgjöf, og að auki rithöfundur. Perla býr (auðvitað) í kjallaranum hjá Maríu og kemur iðulega upp (á yfirborð sögunnar) þegar María þarf mest á því að halda. En hér er kannski ekki allt sem sýnist frekar en oft þegar sálardjúpin eru ann- ars vegar. Þótt ýmislegt í Undantekning- unni ýti undir freudískan lestur, þá lítur út fyrir að margt í henni gangi einnig grunnsamlega mikið gegn slíkri túlkun. María virðist til dæmis ekki sakna þess hætishót að eiga föður. Ekki verður betur séð en að fósturfaðir hennar hafi fyllt algerlega í skarðið án þess þó að gegna neinu meginhlutverki í lífi hennar. Og þegar María kemst að því að móðir hennar og blóðfaðir hafa til skamms tíma átt í leynilegu ásarsambandi, þá snertir það hana varla nokkurn skapað- an hlut. María er að minnsta kosti engin Elektra. Meira að segja sálgreinirinn í kjallara Maríu leggur ekki mikið upp úr því að lesa í sálarlíf nágrannakonunnar út frá sérsviði sínu. Perla hefur beinlínis lagt draumráðningabækurnar á hilluna; hún rifjar upp að það var raunar síðasta við- vik Flóka fyrir skilnað að setja upp hill- una í eldhúsi hennar (129). Sá sem helst er valdur að sálarflækjum Maríu aðstoð- ar þannig við að setja aðalverkfæri sál- greinisins til hliðar. Þegar María fær að kíkja í splunkunýja verkfærakistu Perlu kemur í ljós að hún er: […] ekki ósvipuð og smiðir nota. Hún [Perla] lyftir upp lokinu og sýnir mér fyrst borvél, dregur síðan upp hamar og handleikur þrjár stærðir af skrúfjárnum. Þá sýnir hún mér einnig nokkur smábox með mismunandi gerðum af skrúfum í. Hún segist hafa ákveðið að koma sér upp stofni af nytjahlutum. (129) Perla D. Sigríðardóttir ber nafn með rentu; hún er hinn smái, fagri og kannski umfram allt harði kjarni sem vex inni í skelinni. Hún er sjálf föðurlaus eins og eftirnafnið gefur til kynna. Og henni þykir heldur ekki mikið til þess koma að hafa aldrei átt föður. Föðurleys- ið skiptir engu máli og skýrir hvorki eitt né neitt eins og Perla útskýrir fyrir Maríu: Nei, ég hef ekki fundið hjá mér þörf fyrir að leita uppi líffræðilegan föður minn, nei, mér finnst ekki eins og saga mín sé hálfsögð þótt ég þekki ekki föður minn, það er ekki hægt að sakna þess sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.