Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Page 16

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Page 16
Skólabú M. A. Nýja Dagblaðið flytur oft fréttir, sem önnur blöð vita ekki, en eru samt stórmerkar. Þannig komu með örstuttu millibili tíðindin um hið ágæta handrit Gassnito, sem hefur gefið ýmsum vísinda- mönnum vorum heilabólgu, og skólabú Mennta- skóla Akureyrar, sem áreiðanlega á eftir að gefa búfræðingum vorum (þar með 1. þingm. SPEG- ILSINS, horribile dictu!) heila- eða aðrar bólgur, og getur slíkt haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Vér erum alltaf á móti óþarfa milliliðum — í fréttaflutningi ekki síður en öðru, og fáum oss því nýja kúskinnsskó og nægiiegt nesti, því að sigling er treg um þessar mundir, og leggjum leið vora til Akureyrar, til þess að fregna nánar af þessu. Vér hittum Sigurð meistara í útiskemmu sinni, þar sem hann er að tinda hrífur. „Sæll, Rabbí!“ segjum vér, „nú erum vér komn- ir til að intervjúa þig, og viljum helzt hafa það eins og samtölin hans Héðins í Alþýðublaðinu, sem einnig eru kölluð eintal sálarinnar (og hví- líkrar sálar, drottinn minn billegur!). Vér ætlum því að steinhalda kjafti meðan þú rausar og skrifa það allt upp og færa í stílinn, svo að þér er óhætt að tala eins og þér er eðlilegt“. „Rétt mælir þú!“ svarar meistarinn, „seztu þá þarna á brotna skítakláfinn meðan ég tala. Já, þú sérð að ég er strax farinn að viða að mér landbún- aðaráhöldunum. Það er nú svona með þessa hug- mynd mína, að ég hef alla tíð verið veikur fyrir búskap, og jafnan gert mér glögga grein fyrir uppeldisgildi þess að umgangast skepnur. Og nú er loks útlit fyrir, að hugmynd mín nái fram að ganga, því að ég er sama sem búinn að kaupa Svalbarðið, og þegar ég er þangað kominn og bú- inn að byggja Þorsteini M. út, skal verða tekið til óspilltra málanna, og því er ég strax farinn að búa í hendurnar á drengjunum. Það má heldur ekki skammlaust telja, að einasta búnaðarfræðsla, sem menn hafa hingað til fengið til stúdents- eða kandídatsprófs, er kaflinn, sem stendur í Geirs- bók, þar sem sumir eru að plægja, aðrir að sá og þriðju að slá grasið; allt samtímis. Einmitt þetta ætla ég að leggja til grundvallar við búskapinn á Svalbarði, og hér skal ég sýna þér mynd, sem ég hef þegar látið gera af búskapnum. Hérna sérðu einn, sem er að keyra skít í hjólbörum, og annan að róta úr; þessi hérna er að slá, eins og þú sérð, og hér er ég sjálfur forsviðs með skófluna í hend- inni og lít með velþóknun á þann fjórða, sem er að gefa hrossunum á gadd“. „En hvaða skarfar liggja þarna, rétt hjá þér?“ spyrjum vér, og getum ekki lengur stillt forvitn- ina. „Það eru þreyttu kennararnir, sem getið er um í blaðinu, að eigi að fá hér hvíldarvist í stað þe3s að fara í síld og kaupavinnu, eða þessa vísinda- leiðangra, sem Pálmi kollega á helzt æruna af að hafa fundið upp, og eru ekki til annars en svindla sér út styrki til að skemmta sér fyrir í sumarfrí- inu. Og þá sjaldan þeir skrifa einhvern staf um það, les það enginn, sem ekki er heldur von. Hér geta þeir fengið uppihald fyrir sama sem ekki neitt; kannske unnið léttustu verkin, eins og að reka kýrnar og teyma á milli“. „Mikil eru verk þín, meistari, og þú gerðir þau öll með vísdómi“, segjum vér og grípum andann á lofti af hrifningu, „þó hugmyndin sé að vísu frá Björgvin sýslumanni, þá er honum ekki nema ánægja að því, að helztu skólamenn landsins taki hana upp og beri fram til sigurs. En hefurðu heyrt, að Pálmi kollega þinn og fyrrverandi undir- maður er eitthvað að blaðra sig með skólaseí, sem hann þykist ætla að stofna?“ „Ja, nú verður mér ekki um sel“, segir meistar- inn, „sagðirðu Pálmi?-— Það sér ekki á, að sunn- lenzki suddinn hafi haft deyfandi áhrif á hann!“ Og nú er Joð í byggðum bruggað, — bráðum ráðast fyrirheit —. Afbragð þykir í þá blöndu óhreint vatn úr Skálholtsreit. Bráðum verða bændagreyin blökkumenn í hverri sveit. Yfir landið fregnin flýgur fljótara en lagaboð. Allir kvíða áburðinum, sem eiga hvítt og fagurt roð. En, nú skal hverja barlómsbumbu brenna vel hið sterka Joð. Joð. 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.