Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Page 28

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Page 28
Hermann snýr sér nú að Jóni Balla og segir lágt: „Ætlið þið ekki að hrópa húrra, helvítin ykkar?“ Jón gefur nokkrum ístrukrötum merki og nú hefst skipulagt nífalt húrrahróp fyrir kóngi, þetta sem kratarnir hafa geymt sér frá síðustu þingsetn- ingu og eru nú fegnir að losna við. Nú stíga öll þau konunglegu upp í lúxusinn hans Sigurðar Jón- assonar, sem ríkið hefur nýlega tekið eignarnámi, og nú ekur allt burt, en mannfjöldinn smádreif- ist. Vér erum, fyrir einhverja slysni, ekki boðnir í veizluna, en förum heim og borðum eftir matar- listanum, sem verðlaunin fékk, og hittist svo á, að það eru baunir og bygggrjónalummur. Á íþróttavellinum. Nú erum við stödd á íþróttavellinum í Reykja- vík, eða að minnsta kosti er ég það, og þið, kæru hlustendur, skuluð hugsa ykkur, að þið séuð það líka, því að ég skal hafa lýsinguna eins lifandi og ég get. Þessi músík, sem þið heyrið, er Lúðrasveit Reykjavíkur undir stjórn Páls ísólfssonar, og er nú að leika „Buldi við brestur“; það var eina lag- ið, sem þeir áttu til æft, því að það á að spila það, þegar Hambro kemur. Sólin stafar ljómandi geisl- um á Snæfellsjökulinn og nágrenni, og nokkuð af geislaflóði hennar nær alla leið hingað, þó að langt sé, enda væri skömm að því, ef konungur vor og hans fríða föruneyti fengi hér mígandi rigningu. Nú eru allir komnir í sæti sín, þeir sem sæti hafa, en það eru fæstir. Hermann gengur fram og aftur fyrir framan konungsstúkuna, til þess að óviðkomandi fólk skuli ekki troða sér þar inn. Þar hafa verið settir útskornir stólar frá Al- þingi hinu forna, þ. e. a. s. þessir, sem íhaldið sat á meðan það var í meirihluta á þingi. Nú er klukk- an alveg að verða hálfníu, en þá á konungur að koma, samkvæmt áætlun. Þið heyrið þysinn, sem nú kemur; það er mannfjöldinn, sem er yzt á vell- inum og hrópar: „Þarna kemur hann!“ Og sjald- an lýgur almannarómur, því að nú kemur reyndar konungurinn og kvenmaður við hliðina á honum — líklega drottningin. Aftur á móti sé ég ekki gos- ann ennþá. Við hina hliðina á kónginum — því að hann hefur tvær hliðar eins og öll mál — gengur forseti I.S.Í., Benedikt Waage, því að konungur er verndari íþróttasambandsins og þar af leiðandi Benedikts líka. Þeir brosa nú báðir, en gæta sín ekki í gleði sinni og ganga báðir beint niður í sandgryfjuna á vellinum, þar sem ég þreytti lang- stökkin, þegar ég var ungur og hafði hárið. Kon- ungur hristir af sér sandinn, því þið vitið það, að það er ekki þægilegt að hafa sand í skónum. Hans hátign er í sparifötunum sínum, en þau eru að- mírálsúníform, svartur frakki og nýpressaðar buxur. Hann gengur við staf, en ekki við fallbyssu eða luntastöng, eins og fornkonungar gerðu. Nú hvíslar hann einhverju að Bennó, en Bennó bros- ir og segir: „Það er allt of mikið, yðar hátign“. Ég ætla að hætta á að segja ykkur það, úr því ég heyrði það undir væng: Hans hátign segist gefa íþróttasambandinu þúsund krónur af kaupinu sínu, til þess að þeir geti sent menn á Ólympíu- Ieikina. Með öðrum orðum sleppur Magnús ekki við að yfirfæra 1000-kallinn. Bennó getur ekki stillt sig um að segja einhverjum skörfum frá hinni konunglegu gjöf, og nú er hrópað níu sinn- um húrra, og hefði þó ekki verið of mikið þó að húrrahrópin hefðu verið tíu — hvert á hundrað kall. Nú leiðir Hermann konung til sætis og kon- ungur bendir forsætisráðherrafrúnni að setjast hjá sér, en ekki varð úr því og sezt Hermann í sætið, enda þarf hann að útskýra íþróttirnar fyr- ir kóngi . . . Hæ, gaman; þarna koma íþrótta- mennirnir. Fyrst kemur stjórn Í.S.Í. Þeir eru nú bara sparibúnir, því að þetta eru gamlir menn. Svo koma stúlkur, voða fallegar. Þær eru í sund- fötum, sem sá niður á . . ., sem ná ekki niður á hné. Næst koma leikfimismenn og skátar í alla- vega litum búningum. Konungur segir við Her- mann, að hann hafi sjaldan séð jafn vel skipu- lagða fylkingu íþróttamanna, en Hermann brosir og segir: „Ja, det er skibelægningen, som jeg og kraterne har kommet paa“. Nú hefjast íþróttirn- ar og er ekki trútt um, að mér og öðrum gömlum íþróttamönnum hitni í hamsi, er vér sjáum árang- ur brautryðjendastarfsemi okkar fyrir 25 árum. — En þarna vinkar konungur til mín, svo nú verð ég að fara. Hver veit nema ég komi krossaður til baka. Verið þið sæl! (Þetta var Helgi Hjörvar SPEGILSINS.) Austurförin. Klukkan 10 árdegis þann 19. var lagt af stað í Geysisförina og ekið í stryklotu austur á Kamba- brún. Var veður þá fýlulegt, enda hafði Veður- stofan spáð sólskini og hlýindum. Var stanzað um stund og notið útsýnisins út í þokubakkann. Síð- an var skundað í Þrastalund, því að þar átti að éta, hvernig sem veður yrði. Voru þar fyrir Magn- ús Torfason sýslumaður, til að sjá um, að þetta yrðu ekki neinar Skeiðaréttir og til að gera upp- tækan landa þann, er konungsfylgdin kynni að hafa í fórum sínum. Fann hann ekkert og sagði, að þetta hefði bara verið fyrir forms sakir, af því Stórstúkan ætti bráðum fimmtugsafmæli. Kon- ungur talaði lengi við séra Ólaf í Arnarbæli og 24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.