Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Page 38

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Page 38
Island konungsríki. Fáar tölur eru nefndar oftar manna á milli og í blöðum, um þessar mundir, en talan 1943, og sjaldan er með henni átt við annað en hið örlaga- ríka ártal, þegar vér eigum að geta orðið lausir við dani, en því fylgir aftur, að vér getum farið að umgangast þá eins og menn, og SPEGILLINN getur farið að skrifa dani, eskimóa, færeyinga, stauning o. fl. með stórum upphafsstaf, til mikils kostnaðarauka fyrir blaðið og óþæginda fyrir prentara vora. Að sjálfsögðu eru menn ekki á eitt sáttir um það, hváð við skuli taka, og er því rétt að drepa á það helzta. Stjórnarflokkarnir munu þegar hafa gert ráðstafanir til að ofurselja oss aönum um aldur og ævi, enda er það engin tilvilj- un, að þeir eru kenndir við rauða dannebrogslit- inn. íhaldið, sem hét Heimastjórn á sínum tíma (af því það vildi láta stjórna landinu heiman úr danmörku og dani vera hér eins og heima hjá sér — hvað þeir og voru), er nú afar æst á pappírn- um í að gefa danskinum dauðann og djöfulinn (jafnvel marga djöfla, sem vér höfum ekkert að gera við), og stofna hér lýðveldi, en satt er bezt að segja, að því veldi höfum vér litla trú á, með þeim lýð, sem hér er saman kominn. Svo það bezta sé geymt þar til síðast, þá komum vér nú að þeirri tillögunni, sem sjaldnast hefur verið nefnd á nafn, en kom þó fram sæmilega opinberlega fyrir skömmu, gegnum sjálft ríkisútvarpið, sem ann- ars er hlutlaust. Fyrir nokkru hélt Jón tónlistarmaður Leifs fyrirlestur í útvarpið um það, hvernig litið væri á oss af útlendingum, og var lýsingin ekki glæsi- leg, enda kom það og í ljós, að vér erum of tor- næmir á heldri manna siðu. Þannig var Jón sjálf- ur 4 ár að læra að segja „Herr Professor“ á þýzku, og ef þannig fer um hið græna tré, við hverju má þá búast af fúaröftunum? En það var annars ekki þetta siðmenningaratriði, sem var eftirtektarverð- ast í fyrirlestrunum, heldur rúsínan, sem kom seinast, eins og rúsínur eiga að gera, sem sé bein tillaga um, að ísland héldi áfram að vera konungs- ríki, enda þótt það skildi við danmörku 1943. Mátti skilja á Jóni, að hann væri vel birgur af konungum handa okkur, en tók það þó skýrt fram (vegna hlutleysis útvarpsins), að hér væri hann ekki að agitera fyrir einni konungsætt fremur en annarri, enda gæti það verið hættuspil fyrir hann, sem er heimagangur hjá flestum kóngafamilíum álfunnar. En hitt lagði hann áherzlu á, að það væri helmingi meir kredítvekjandi fyrir oss út á við að hafa kóng en einhvern meira eða minna gallaðan forseta, og það verðum vér að segja, að vér erum hjartanlega sammála Jóni. Því um kóng- ana má það segja, að þeir mega vera hvaða galla- gripir sem er, heimskir, ljótir, latir, svikulir, blót- samir og þjófóttir, án þess að það eiginlega séneri nokkurn mann, nema helzt hirðsnápana, sem verða að umgangast þá daglega, en þeir hafa hinsvegar alltaf lent í þeirri fordæmingu fyrir eigin tilverkn- að og geta því ekkert sagt. Aftur á móti gengur það alls ekki, að forseti hafi alla þessa galla — mætti í hæsta lagi hafa svo sem 2—3 þeirra, ef allt ætti að skrönglast skikkanlega af. Þar eð hér er verið að tala gegnum SPEGIL- INN, sem er svo fjarri því að vera hlutlaus, að hann fylgir stjórninni gegnum þykkt og þunnt (aðallega þunnt síðari árin), en alls ekki gegnum útvarpið hlutlausa, er bezt að taka þar við, sem Jón hætti, því að ekki kemur til mála, að málið verði látið sofna á þessu stigi sínu. Hvaðan eig- um vér að fá okkur kóng? Svarið getur ekki verið nema eitt: Frá Englandi! Og hvers vegna þaðan ? Vegna þess, að, eins og allir ættfræðingar vita, íslendingar eru náskyldir konungsættinni brezku, frá Auðunni skökli, og má því segja, að vér þurf- um hreint ekki að seilast til útlendinga til þess að koma oss upp kóngi, eða að minnsta kosti freð- sterti. Þegar vér svo höfum lukkulega komið hon- um fyrir í höllinni, sem Hallgrímur stakk upp á hér á árunum, en íhaldið hefur svikizt um að byggja, og skipað í kringum hann viðeigandi peð- um, hrókum og þessháttar mannskap, er engin hætta á, að Bretar fari að gerast áleitnir við oss, þótt vér stöndum ekki í skilum, heldur segir Breta- konungur Hambro þá bara að halda sér saman og láta frænda í friði. Aftur á móti yrðu lánardrottn- ar vorir látnir grassera hér eftir vild, ef vér hefð- um forseta, og þarf ekki að taka fram með hvaða afleiðingum. Að öllu athuguðu finnst oss þessi tillaga þeirra SPEGILSINS og Jóns Leifs hið eina sáluhjálplega ráð, sem fram hefur komið viðvíkjandi tímanum eftir 1943. Gangi hún í gildi og verði ið lögum, fellur fyrri tillaga vor um Knút burt af sjálfu sér, og er leiðinlegt, ef það verður einhverjum vonbrigði. Chef de Protocole SP. 34
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.