Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Síða 49

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Síða 49
Akademiskir borgarar. Háskólasetning hófst í dag, með Harald og fleiri gesti. Dungal flutti þar ljúflings Iag um landsstjórnarinnar bresti. — Og Haraldur varð hinn versti. Villi Stefáns var þar með, vildi Landanum kynnast. Dungalinn með sitt góða geð gleymdi landans að minnast. — Frábærir sumir finnast. « Haraldur reis, og hljóðs sér bað, — hnefanum sló í borðið. — Dungal láðist að leyfa það, og lét ekki manninn fá orðið. — Ráðherrar, fjöri forðið! — Titring margir í taugar fá, töpum og slysum valda. Ráðherra og doktor rekast á, reyna velli að halda, en tapa um aldir alda. Pen er hún þessi pólitík. — Peran er þúsund volta. — Ríkir hún nú f Reykjavík, frá rúmsjó til efstu holta. — Skríður um alla skolta. — Athöfnin mjög að óskum gekk, eftir djörfustu vonum. Ymsir sátu þar innst á bekk af okkar sprenglærðu sonum, en fátt af fallegum konum. — (XI. 21.) Þótt yrði í bili heldur hvasst um heiðurskallana þessa, ég veit, að þeir fullir „forIíkast“, — í félagi „Landann" blessa. — — Háttvirta búka hressa. — Rifrildisaldan rénar senn, sem rauk um þá djúpu anda. Þetta eru gamlir gæðamenn, með gáfur til munns og handa, — en ormaveikir að vanda. — Þið munuð skálum skella’ á borð, og skála af fullum krafti. Stokka upp öll hin stóru orð, er stjómmálarígur skapti, — — og halda hvors annars kjafti. — z. Hinn. , (XI. 19—20.) Ég held að ég sé ekki heiftræknari en svona al- mennt gerist, eða verri maður en fólk er flest. Samt er ég viss um hvað ég mundi gera, ef ég kæmi.þar að, sem hann héngi á trjágrein með hendurnar bundnar á bak aftur, snöru um háls- inn, tærnar á rúsínukassa og hvítmataði í augun á honum. Ég mundi sparka kassanum burtu. Til skýringar því, vegna hvers slíkur morðhug- ur býr í mér til hans, ætla ég að segja ykkur þessa sögu. Og sagan er — því miður — dagsönn. Það er ekki langt síðan þetta byrjaði. Liðugt hálft annað ár eða svo. Ég kom inn í búðina, þar sem Áfengisverzlun ríkisins hefur útsölu, til þess að kaupa mér vikuhressinguna mína. Þegar ég var búinn að því og að borga, þá dró afgreiðslu- maðurinn upp reikning og spurði mig mjög kurt- eislega, hvort mér stæði ekki á sama þó ég borg- aði þetta nú um leið. „Hver andskotinn er þetta?“ sagði ég og leit á reikninginn. Hann var til mín fyrir 12 whisky- bokkur og nokkrar flöskur af kampavíni, teknar út tveim vikum áður, og að upphæð yfir 200 kr. „Hvern fjárann meinið þið með þessu?“ spurði ég. „Ekki hef ég tekið þetta út hjá ykkur“. „Einmitt það“, anzaði afgreiðslumaðurinn og varð nú ögn ómýkri í málrómnum og eitthvað skrítinn á svipinn. „Ég er nú samt hræddur um, að það muni þetta fleiri en ég hér, þó að þér séuð búnir að gleyma því . . . er ekki svo? . . .“ „Það er ekki svo oft að aðrir en vínsalarnir, sem við allir könnumst við, kaupi annað eins kvantum í einu. Ég held nú að maður muni það svona fyrsta kastið“, anzaði einhver assistent í sjoppunni, og var jafnvel svo óforskammaður að brosa framan í mig og deplaði augunum undirför- ulslega. Svo ég fari fljótt yfir sögu: Við rifumst eins og hundar og að lokum rauk ég út með whiskypelann í rassvasanum, bál-öskuvondur. Daginn eftir var mér stefnt. Þrír búðarmenn og tveir mikilsmetnir borgarar (annar þeirra vænt- anlegur prófessor í guðfræði) sóru fyrir rétti, að þeir hefðu séð mig kaupa vínið. Þeir unnu auðvit- að allir rangan eið. Það gerði nú minnst. Hitt var ver, að ég tapaði málinu og varð að borga þessar liðugt 200 krónur með vöxtum, vaxavöxtum, sekt fyrir óforskammaðan rithátt og gífurlegan máls- kostnað. Og enn ver var það, að þetta var rétt 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.