Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Síða 50

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Síða 50
byrjunin. Þessi bölvaður erkidóni, sem er svona líkur mér og ég hef aldrei komizt að hvar er eða hver er, lét svei mér ekki staðar numið við þetta. Síður en svo. Hann hélt áfram að lifa dýrðlegu lífi fyrir mína peninga. Hvað eftir annað reyndi ég að komast hjá því að borga þessar óréttmætu skuldir. Allt árangurslaust. Alltaf voru nóg vitn- in, sem sóru á móti mér. Vitanlega ranga eiða öll- sömun. Það gerði nú minnst. Hitt var ver, að ég gerði það líka sjálfur í hverju máli. Bæði sór ég nú og sárt við lagði ýmsa lygi, sem ég spann upp til þess að koma mér úr þessum djöfuls klípum, og svo vann ég hvað eftir annað dýra eiða að því, að aldrei skyldi ég borga málfærslumönnum mín- um grænan eyri ,ef ég tapaði málunum. Þeir brostu allir og fullvissuðu mig um það, að það væri svo sem alveg áreiðanlegt að ég ynni. Mér væri óhætt að bölva mér til neðsta Vítis upp á það. Auðvitað tapaði ég hverju máli og auðvitað unnu þeir öll málin út af málskostnaðinum. Ég varð að greiða höfuðstól, rentur, málskostnað, fjárnámskostnað og þetta, sem þeir kölluðu upp- boðskostnað „að skaðlausu". Þetta „að skaðlausu" reyndist mér drjúgur skildingur. Loks kom að því, að enginn í öllum bænum trúði okkur (mér og hinum) fyrir eyrisvirði. Ég var fallit. Mikið reyndi ég þó áður að leika á dónann. Hvað eftir annað reyndi ég að hafa til „alibi“, en alltaf mistókst það. Það var engu líkara en að del- inn væri alltaf á hælunum á mér, þó að ég sæi hann aldrei, og að hann gæti alltaf valið sér hent- ugasta tækifærið. Loksins gafst ég upp. Eftir að vera búinn með nauðasamningum að borga skuldheimtumönnun- um 10% af því, sem þeir áttu til góða hjá mér, af innstæðufé mínu í bankanum, sem fantinum hafði þó ekki tekizt að klófesta, fór ég og bað mér ungr- ar og laglegrar stúlku og gekk strax að eiga hana, til þess að gleyma raunum mínum og hafa eitt- hvað annað notalegra að gera og hugsa um. Hveitibrauðið var inndælt. En maður lifir ekki á því einu til lengdar, þegar enginn gefur manni krít og maður er nýbúinn að spila fallít eða sama sem. Ég áleit það heldur ekki praktískt svona rétt á eftir að lifa eins og greifi og gera ekki neitt, svo að mér fannst ég verða að taka eitthvað fyrir. Auðvitað lá þá næst fyrir að verða umboðssali. Það var að vísu hart fyrir nýkvongaðan mann að fara strax að heiman, eða næstum svo. En hvað um það. Skyldan bauð mér að fara og ég fór. 1 kringum land með „Esjunni“, inn á hverja höfn. Nógar pantanir. Lélegir og sviksamir kaupendur, eins og vant er. Það gerði nú minnst. Hitt var ver, sem kom fyrir heima, meðan ég var burtu. Á vængjum ástar og tilhlökkunar sveif ég eins og í draumi með tvö gríðarþung ferðakoffort upp Laugaveg og heim til mín á Grettisgötu. Ég út- málaði í huganum mynd heimkomu minnar með hinum glæsilegustu litum, — hvernig hin forkunn- ar fríða eiginkona mín svifi á móti mér með út- breiddan faðminn og hrópaði: „Ertu nú loksins kominn, elsku vinurinn minn. Hvað ég hef þó þráð þig allan þennan ógurlega tíma!“ En þetta fór nú eitthvað á annan veg. Inn gekk ég. Konan sat, yndisleg á að líta, við sauma sína úti í horni í stofunni, og leit varla upp frá þeim, þeg- ar ég kom inn. Ég undraðist. „Hvað, ætlarðu ekki að heilsa elsku manninum þínum, dísin mín, þegar hann kemur til þín“, kall- aði ég og flýtti mér að henni til þess að þrýsta brennheitum kossi á varir hennar. „Æi . . . láttu mig nú einhverntíma vera. Það eru meiri, meiri voða fleðulætin í þér núna upp á siðkastið. Maður hefur varla orðið blífanlegan frið fyrir þessum látum í þér, ekki einu sinni á daginn“. „Hvað er þetta, kona“, sagði ég og botnaði ekki í neinu. „Ég, sem er búinn að vera að heiman nú í næstum þrjár vikur“. „Já, það er nú helzt, þrjár vikur! Þú, sem varst alveg nýfarinn út úr herberginu og kemur svo inn aftur með þessum líka látum, eftir að vera búinn þá að kyssa mig, það veit ég þrjátíu kossa eða meira, og kramma lífið úr mér í tilbót . . . næst- um því . . .“. Ég fölnaði. Ógurlegur grunur kom upp í huga mínum. Það var hann . . . hinn. Það var hann, sem hafði verið maðurinn kon- unnar minnar nú í meira en hálfan mánuð og með þessu hafði sett kórónuna á hið svívirðilega at- hæfi sitt í minn garð. Konan skildi nú þetta líka. „Mikill dauðans ræfill“, tók hún til máls og tal- aði ljótt, „mikið agalegt kvikindi og aumingi get- urðu verið að líða þetta og annað eins. Aldrei hefði ég getað látið mér detta í hug, að þú létir bláókunnugan mann sofa hjá mér nótt eftir nótt, án þess að skipta þér bara nokkurn skapaðan hlut af því . . . mikils ólánsmanneskja er ég að vera gift öðrum eins manni . . .“. Og hún fór að hágráta og snússaði sig alla, þeg- ar ég ætlaði að fara að hugga hana. 46
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.