Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Síða 54

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Síða 54
Árshátíö hræsninnar. (XI. 21.) Meðfram í tilefni af því, að Norðmenn frænd- ur vorir eru nýbúnir að neita því fyrir sitt leyti, að vér fáum aukinn innflutning á fiski til Stóra- Bretlands, var skotið á „norrænum degi“ núna í vikunni, til þess að fá tækifæri til að hrósa þeim dálítið, ekki sízt þegar þeir voru búnir að bæta gráu ofan á svart með því að senda oss fornfræð- ing ofan á Hallesby. Annars gæti það valdið mis- skilningi að segja, að dagurinn hafi verið gerður fyrir Norðmenn eina, heldur var hann til þess að þakka öllum frændþjóðum vorum á Norðurlönd- um fyrir það, sem þær hafa hundsað okkur síðan síðasti norræni dagur var haldinn, því að aðaltil- ganginn má ekki nefna á prenti, sem sé að skaffa orður handa þeim vöstrurum, sem mest og bezt gangast fyrir fíflalátunum, og væru því manna bezt að slíku komnir. Á Norðurlöndum er það þannig, og hefur verið um ótal ár, að Svíar fyrir- líta dani, danir Norðmenn, Norðmenn íslendinga og íslendingar færeyinga, og liggur það þá í aug- um uppi, að þetta rövl um „bræðraþel“ og annan slxkan viðbjóð er ekkert annað en bláber lýgi, sem sanna má, að enginn meinar neitt með, því að kæmist það á, þá hefði engin þessara þjóða neina til að líta niður á, og hvernig ættu þær að geta lifað án þess? Norrænu félögin svokölluðu eiga í fórum sín- um allstórt glósusafn, þar sem orð eins og „sam- úð“, „skilningur“, „bræðralag“, ,norræni stofn- inn“ og fleiri, sem oss leiðist að prenta enn einu- sinni fyrir lesendur vora, eru aðalkjarninn. Þetta glósusafn er geymt í þar til gerðum poka milli fundanna, og svo tekið upp og hrist fyrir hvern norrænan dag og mismunandi menn fengnir til að lesa það upp; í þetta sinn kóngar og skólabörn aðallega, af því engin hætta er þá á, að neinn taki mark á því. Mætti benda forgöngumönnum fífla- látanna á það, að ódýrara væri að taka delluna niður á plötur og líra þeim svo af með vissu milli- bili, eða nokkru áður en krossum er útdeilt í hverju landi. Alþýðublaðinu þótti norræni dagurinn í ár ekki nógu hátíðlegur, og vill gera hann að almennum frídegi. Eftir skýrslum að dæma, hafa víst óþarf- lega margir af hinum vinnandi stéttum átt frí þennan dag, og mun svo verða framvegis. Blað- inu skal sagt það til afsökunar, að það meinar ekkert með þessu. Annars hafa víst öll blöð átt nokkuð jafnan þátt í því að taka þátt í fíflalátunum, af því þau halda, að lesendum þeirra geðjist það bezt. Vér höfum talið oss skylt að segja meiningu vora í þessu máli, þeim til hjartastyrkingar, sem enn kunna að vera með viti í landinu og meta bræðra- lagsrövlið að maklegleikum. Fullveldiö 18 ára. (XI. 23.-24. Hjá öllum þeim mörgu, sem ekki hafa endingu í sér til að lesa hina ágætu bók dr. Páls Eggerts um Jón Forseta, en verða að láta sér nægja heim- ildir blaðanna um hann, hlýtur útkoman að verða sú, að Jón heitinn hafi verið allt í senn: blóðrauð- ur, grenjandi Bolsi, strykinn ístrukrati, sauðbros- andi Tímamaður, hvanngrænn Bændaflokksmað- ur og svartasta íhald. Að hann hefur einnig verið þjóðernissinni, þarf væntanlega ekki að taka fram, auk þess hefur hann sennilega gengið í pels, því að hann var fæddur í kjördæmi Ásgeirs. Allra flokka blöð eigna sér Jón, sem bendir á, að hann hafi verið samvizkuliðugur, ekki síður en pólitík- usar nú á dögum, enda er það og sannað, að mað- urinn lifði lengst af á bitlingum, þó hann gæti ekkert kaupfélag sett á hausinn og farið svo í Búnaðarbankann eða stjórnarráðið, þá sannar það ekkert, því að kaupfélög og Búnaðarbankinn voru þá alls ekki til, og í stjórnarráðinu voru þá valda- lausir glæpamenn, undir stjórn tuktmeistara, sem ekki gat veitt nein embætti. Það var því ekki furða þó mönnum yrði tíðrætt um Jón síðastliðinn 1. desember, er hann rann upp bjartur og fagur með kólgu og kafaldsbyl. Samt fannst oss stúdentaskrúðgangan ekki vera sérlega fjölmenn, og er eins og mennirnir haldi, að fullveldisdagurinn sé gulltryggur og muni standa til eilífðar, handa þjóðinni til að belgja sig á. í þetta sinn var þó eitthvað tilefni hjá stúdentum til að breiða úr sér, en eins og allir vita, hafa þeir eignað sér þennan dag, þótt ekki sé enn upplýst með hvaða rétti. Það var sem sé búið að steypa kjallaradeildina í hinum upprenn- andi Háskóla vorum, og er það sú deild, sem allir eiga jafnan aðgang að, svo ástæða hefði verið til að fjölmenna. Þó var eftir að múra svokallaðan hornstein, sem þarf að vera sérstaklega vel múr- aður, því að stúdentar reka sig helzt á hann, þeg- ar þeir koma úr bænum. Átti Haraldur ráðherra að fremja múrverkið, og hafði í því tilefni verið mikill undirbúningur, útveguð glás af steypuefni 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.