Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Síða 66

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Síða 66
Flokksþing vort. Ég þykist vita, að bæði Búnaðarþingi og Al- þingi verði gerð einhver skil annarsstaðar í þessu blaði, svo að hér verður látið sér nægja að skýra nokkuð frá merkasta þinginu um þess- ar mundir, sem er flokksþing vort, Framsóknar- manna — vormanna Islands, sem illkvittnir menn hafa fært til á árinu og kallað kaupa- menn íslands, og jafnvel verið svo ósvífnir að kalla þingið mosaþing, s.em verður að kallast heldur þunn vittíhið, því að á seinustu tveimur þingum vorum hefur einmitt staðið legatus frá Áburðareinkasölu Ríkisins með tunnusekk af hinu ágæta tröllamjöli, sem er viðurkennt að steindrepa allan mosa á stuttum tíma, og brást ekki á þingum þessum fr.emur en endranær. Illkvittnar sálir — ef annars sálir skyldi kalla — voru eitthvað að gera grín að því í haust, að Haraldur lagði undir sig langskip rík- isins til þess að smala gemsum sínum víðsvegar um land á sósaþingið, sem nú reyndar var ekki annað en kommaþing, en samtímis varð Her- mann að vaða klofsnjó v,estur í Dölum, til að (XII. 4.) sakramenta fyrrv. kjósendur Jónasar Þorbergs- sonar. Var oss Framsóknarmönnum lagt þetta til lasts og niðurlægingar og mikið talað um kúgarann Harald og aumingja Framsóknarpút- una. Vér bárum þá harm vorn í hljóði og skrif- uðum lítið um þetta í blöð vor, því að vér erum skapdeildarmenn og hötum óþörf orð, en nú finnst oss vér hafa svarað í verkinu — viljum yfirleitt heldur hlusta á verkin en sjálfa oss, og ættu sumir að taka sér þetta til fyrirmyndar. Það er ekki að efa, að þetta Framsóknarþing hefur verið hið glæsilegasta flokksþing hér á landi, síðan á söguöldinni, þegar Flosi hélt brunamálafundinn með mönnum sínum. Þetta var líka júbílþing, því að það var það fimmta 1 röðinni, og ef svo fer, að það verði líka það síð- asta, verður það tvöfalt júbílþing. Eins og flokks- bróðir vor J. J. hefur þegar bent á, bar mest á því, hve þátttakendur voru annaðhvort afskap- lega gamlir eða afskaplega ungir. Bendir það á gleðilegan samruna drengjapara og ellióra í flokki vorum. lausar þar í landi, þótti þessi setja met, og hlógu menn — en þó sérstaklega tuddarnir — að henni. I Ameríku féll hún í betri jarðveg og var þegar farið að gera tilraunir. Tóku þær af allan vafa um það, að við.eigandi músík eykur bæði mjólk- urmagn og fitu í kúnum, og skyldi maður því halda, að hér væri leikur á borði að auka afurð- irnar, en þá kemur hitt til greina, að finna smekkinn hjá hverri einstakri kú. Er nefnt dæmi til þess, að kýr, sem hafði verið í 12 mörkum, hækkaði sig upp í 20, ef hún heyrði „Ástarsöng heiðingjans" einusinni á dag. Svo var reynt með völdum kafla úr „Le Coq d’Or“ eftir Stravinski, en þá fór hún niður í 8 merkur, en þegar ís- lenzku rímnalögin voru spiluð fyrir hana, beiddi hún upp, og fóru þá tilraunirnar út um þúfur í bili. Með tilliti til þess, að kraftfóður hefur stór- hækkað í verði og af þeim ástæðum v.erið bann- að af innflutnings- og gjaldeyrisnefnd, er það, sem hér að ofan er ritað, sérstaklega eftirtektar- vert fyrir þjóð vora. Geta allir séð í hendi sér, að það er munur að þurfa ekki að halda nema ,eina kú í staðinn fyrir tvær til þess að fá 20 lítra af mjólk, og geta bændur því framvegis fengið líterinn fyrir helming þess verðs, sem áður var, og fengið þannig góða og gilda ástæðu til að hækka hana um helming, svo Sigurður Einars- son geti síðan lækkað hana eins og þarf til þess að hann komist á þing sem aðal-þingmaður. I hinni nýstofnuðu atvinnudeild við háskólann mætti gera ,experíment með kýrnar; leiða þær þangað eina og eina og líra af því, sem útvarp- ið á af plötum. I þessu sambandi má geta þess, að það er nauðsynlegt að fá Skagfield til að aft- urkalla bann það, sem hann hefur lagt á plötur sínar, því að vel er hugsanlegt, að vissar kýr mjólki alls ekki nema af þeim. Ennfremur yrði að festa á plötur sem flesta af þeim, sem hafa troðið upp í útvarpinu upp á síðkastið, án mann- greinarálits, ef ske kynni, að hlutaðeigendur reyndust hafa kúahylli. Loks er ótalið síðasta gagnið, sem hugsanlega gæti orðið að uppfinningu Þjóðverjans. Allir vita, að útg.erðarkýrin var lengi vel dropsöm, en er nú þur, svo mikið er talað um að skera hana. Væri ekki reynandi að skella á hana kvæðinu eftir Goethe í þýðingu Hannesar Hafstein með laginu eftir Jónas Þorbergsson, eða einhv.erju öðru, sem tilkippilegast þætti, og gefa henni þannig síðasta sjangs? 62
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.