Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Page 99

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Page 99
Varðskip vor. (XIII. 1.) Rétt skömmu eftir að Þorlákur þreytti var orð- inn svo útkeyrður, að hann varð að fá hvíld í náð frá Leikfélagi voru, skeður það, að Einar skip- herra gerist svo þreyttur, að engu er líkara en þreytan úr Þorláki hefði verið yfirfærð til hans, þó lítið sé nú annars um yfirfærslur, sem stendur. Þreyta þessi var að því leyti einkennilegs eðlis, að ekki varð Einar hennar sjálfur var, heldur Pálmi forstjóri fyrir hans hönd. Brá hann við skjótt og sagði Hermanni, og jafnskjótt ætlaði Hermann alveg að leka niður af þreytunni í Ein- ari. Hér voru góð ráð dýr (sbr. Stjórnarráðið), og var auðvitað tekið það ráðið, sem næst lá, að leysa Einar frá störfum, og var Pálmi tafarlaust sendur á fund hans. Mælti Pálmi: „Þú ert þreytt- ur, Einar, farðu nú og hvíldu þig; ég skal ábyrgj- ast það fyrir Hermanni“. — „Ertu eitthvað verri, Pálmi?“ spyr Einar steinhissa, „þú ætlar þó ekki að fara að bregða þeim ágætu læknum, sem mig hafa stundað, um það, að þeir séu einhverjir bölvaðir hómópatar? Ég held, að þú ættir heldur að taka þér frí sjálfur og snakka svo við mig, þegar þú ert orðinn eitthvað betri. Nú ætla ég að fara að bjarga togara suður í Miðnessjó; ég var einmitt að læsa hanzkana mína niðri í kommóðu- skúffu, þegar þú komst, því ég er vanur að fást við slíkt með berum höndunum. Vertu nú sæll“. Svo fer Pálmi, en um nóttina er Einar vakinn við það, að Pálmi kemur aftur og hefur í hendi renn- blautt bréf frá Hermanni, sem byrjaði þannig: „Hérmeð lætur ráðuneytið ekki hjá líða að til- kynna yður, að þér eruð þreyttur og eigið að hvíla yður um óákveðinn tíma. Ég orðlengi þetta ekki frekar, því ég er sjálfur orðinn þreyttur og ætla að fara að sofa. Þér munið að skila Jóhanni P. lyklunum. Hermann Jónasson“. Einar sér að ekki er til setunnar boðið og skil- ar lyklunum, en að því búnu fer hann að hugsa um heilsufar sitt fyrir alvöru: varla getur þetta verið ímyndun úr Hermanni, sem allt veit, að hann sé orðinn þreyttur, því „dýrt er drottins orðið“, og ekki fer Hermann, annar eins maður, með fleipur. — Ber nú ekkert til tíðinda þangað til hann les sjúkdómslýsingu sína í Nýja Dagblað- inu, þá man hann hvernig það gekk til í gamla daga, er þetta sama málgagn var að ljúga á hann ýmsum frægðarverkum. Ergó er þetta lýgi líka og hann er ekkert þreyttur! Til þess að sýna þetta svart á hvítu, skrifar hann góða grein í Alþýðu- íslenzk endurreisn. (XII. 20.) Það mun hafa verið einhverntíma í vor, að heil- brigðisstjórnin svokallaða eða lögreglan framdi það óhappaverk að sýna heilli stétt þjóðfélagsins banatilræði. Stéttin var hinir góðkunnu barónar, sem var einasti vísirinn til aðals í landinu, og banatilræðið var í því fólgið að loka hinum góð- kunna Bar, sem var eina athvarf þeirra. Eins og nærri má geta hafði þetta örlagaríkar afleiðing- ar, því ef spakmælið .„sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér“ á nokkursstaðar við, er það um barónana. Var nú Barinn lokaður allt sumar- ið, með þeim árangri, að engu var líkara en stétt- in væri þurrkuð út úr þjóðfélaginu; sæist eitt- hvað til hennar, var það ekki nema einn og einn barón á stangli, sem var vesældarlegur og virtist eiga skammt eftir. En það sannaðist hér sem oftar, að þegar neyð- in er stærst er hjálpin næst. Og þessi hjálp kom úr óvæntri átt. Einhverjum hugkvæmdist að fara til lögmannsins, og eftir að þeir höfðu kíkt saman í þar að lútandi lögbækur, sáu þeir, að þar stóð ekkert, sem bannaði að láta Barinn vera opinn. Var það eins og forðum, þegar smiðurinn var hengdur fyrir bakarann, af því það var hvergi tekið fram í lögum, að slíkt væri bannað. Tók nú lögmaður á sig barónsgervi og fór á vettvang vel búinn allskonar verkfærum, og eftir nokkurt erf- iði sprakk Barinn upp, en allir barónar, sem á annað borð höfðu ferlivist, horfðu hugfangnir á. Var að athöfninni lokinni samþykkt að gera lög- mann að heiðursbarón, og er það á við nokkra krossa. Eitthvað rövl mun heilbrigðisfulltrúi og lög- reglustjóri hafa gert út úr þessu tiltæki lögmanns, en hann hefur sannað þeim með lærdómi sínum, að Barinn eigi að vera opinn. blaðið og hótar að bombardera glerhús Tíma- mannanna, vina sinna fyrrverandi, og er hann, þegar þessi rapport er rituð, sem óðast að fægja hólkinn. Enginn þarf að frýja Einari kapps og kjarks, og vitum vér ekki hvenær skothríðin á að hefjast, en nokkuð er það, að þrír heldri Tíma- ménn með Hermann í broddi fylkingar eru sigldir til úttlandsins og hafa stór orð um að koma ekki aftur fyrr en Einari er runnin reiðin. 95
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.