Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Page 105

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Page 105
V ídalínsklaustur. I. Fátt er hér stöðugt, og lífið er leitt, þess leiðindi ekki vér flýjum. Þeim dóm verður aldrei að eilífu breytt; það er eins og hann væri frá Svíum. Því ástin, sem virtist svo tállaus og traust, er að tapast úr kvennanna hjörtum. Svo mannkynið hringlar nú hjónabandslaust, og hreinlífið aðeins á pörtum. Þeim fækkar, sem eðlinu fylgja í gegn, og fjölmargt er orðið af nunnum. Ég óttast, að það yrði mörgum um megn að missa af þeim hamingju brunnum. Þó guð hafi í þrautunum líknina lagt og leiðina að samvinnu-beði, mun tæplega annað um tvíbýlið sagt en takmörkuð verði þess gleði. Já! fleiri en ég hafa fundið og séð, hvað fram undan við okkur blasir. Og fylgzt hafa sérvizku meydómsins með bæði magar og eyru og nasir. En einhverja líkn þarf að láta í té þeim leitandi karlmanna hjörðum. Ég býst við, að einasta bjargráðið sé að byggja nú klaustur í Görðum. II. Með Vídalíns nafni sú veglega höll skal vönduð að eilífu standa. Af nýtízku smekkvísi útflúruð öll, með ættarsvip guðjónskra handa. Og uppi yfir dyrum hvers embættismanns skal orð herra Vídalíns letra, er standi sem mottó að hlutverki hans og hvatning í átt til hins betra. En um er að gera að vanda nú vel allt valda og embætta liðið. Og ef ég má ráða, þá ekki ég tel neitt illa úr hlaðinu riðið. (XIII. 4.) . Því Island á fáeina afburðamenn, sem afneita holdlegum gæðum. Svo Mammon er tæplega einvaldur enn, það er auðheyrt á dósenta ræðum. III. Hann Magnús minn Jónsson af bræðrunum ber og bezt er til ábóta fallinn, því jarðneskum munum hann afhuga er, og últra-blá-gul-hvítur skallinn. Og Júdasar-peninga ginnandi glam ei guðseðli hans trú ég róti. Með Vídalíns þrek gengur vasklega fram þeim „verkfærum Andskotans móti“. Og Sigurður Einars — það tímanna tákn — var trúr yfir litlu — fékk meira. Ég held hann sé aldeilis upplagður djákn, þótt eðli hans tilkynni fleira. Ég veit hann er einarður — vill ekki hik, og vel myndi á dyrum hans skarta: „Lát þú ei Djöfulinn stanza þitt strik, né stela þér guðsorði úr hjarta“. Einn súpdjákn í klaustrum til vegsauka var, ég vil ekki breyta þeim siðum. Hann Arni frá Múla er upplagður þar, sá afburða maður að viðum. Hann veit það, að trúlyndi vinnandi þjóns ei verður með peningum goldið. „Og andinn er guðs — fram til eilífðar nóns —. en Andskotans taum dregur holdið“. En til þess að uppræta ágirndar hug og auðshyggju úr munkanna blóði, mun Héðinn bezt valinn, með dáð sína og dug, því drenglyndi á hann í sjóði. Með skyldurækt verður að vinna það starf, svo Vídalíns anda það líki, því „hver, sem að mælir sér meira en þarf, er metfé í Andskotans ríki“. 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.