Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Side 108

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Side 108
Síöasta mótiö. Án þess að vér séum verulega klókir í blómgun- artíma hinna ýmsu plantna, sem vaxa á landi hér, vitum vér þó fyrir víst, að hreppapólitíkin, sem þykir svo einstaklega fallegt einkenni á blessaðri þjóðinni okkar, blómstrar bezt í febrúarmánuði og þar um bil á ári hverju. Þá minnast menn með angurblíðu þess fjarðar eða skækils á landinu, sem þeir eru fæddir á, og ekki er svo sem verið að leggja þessar tilfinningar í lágina, heldur er hóað saman sem flestum samfirðingum eða sam- skæklingum og þannig verða til þessi mót, sem allt ætla að drepa um þetta leyti árs — ekki ein- ungis þá, sem eru svo hugaðir að sækja þau, held- ur líka hina, sem óforvarandis líta í blað eða hlusta á útvarp. Já, það er sérstaklega útvarpið, sem hefur það á samvizkunni að hafa gert þau að plágu. Vér viljum gjarnan styðja að því, sem á ein- hvern hátt getur plágað landslýðinn, en þótti þess- um mótum oftast markaður of þröngur bás, og vildum útfæra hugmyndina á nokkru stórbrotn- ari hátt. Eftir að hafa ráðfært oss við þingmann vorn, sem stakk upp á móti fyrir þann fjörðinn, sem mest hefur lagt af mörkum í andlegu lífi þjóðarinnar, auglýstum vér í blöðum og útvarpi, og síðan var haldið við almenna þátttöku hið einkar vellukkaða V itfirðingamót. Hin ytri umgerð var svipuð og á öðrum mótum, sem haldin hafa verið: maturinn sá sami, nema náttúrlega orðinn dálítið kaldari en á því næsta á undan, og svo var ekkert drukkið, því þess þurfti ekki með. Ræður voru haldnar í stórum stíl og kvæði flutt. Átti að útvarpa öllu saman, en tókst ekki, og birtum vér því hér aðeins það, sem var svo þykkt, að það komst ekki gegnum útvarp- ið. Fór það líkt og á Skagfirðingamótinu, nema hvað það, sem hér birtist, verður ekki endurtekið í útvarpinu af fyrrgreindum tekniskum ástæðum. Er þá fyrst velkomstræða þingmanns vors, er hann flutti í byrjun mótsins: Heiðruðu sveitungar, aldir og óbrotnir! Það kann að þykja borið í tappafullan lækinn, að ég fari að tala hér, en meðnefndarmenn mínir hafa sannað mér, að svo ætti að vera með spak- mælinu: „Betri er þögn en óþörf ræða“, svo að ég tók að mér aðalræðuna, hvort sem þið svo takið (XIII. 5.) nokkurn nonsens af henni eða ekki. En ég skal taka það fram — og það oft — að ég hef ekki sótzt eftir að halda þessa ræðu. Ég sný þá strax upp á mig að íhugsunarverðasta málinu, sem hér liggur fyrir — sem sé mæðuveikinni, og treysti spakmælinu, að aldrei er góð vísa of oft kveðin í kútinn. Landbúnaðarráðherrann okkar, sem hér er nærstaddur í holdinu — eða kannske réttara sagt i gipsinu — skipaði þriggja framsóknar- manna nefnd, og get ég borið um, að hún hefur ekki legið á lúalagi, heldur látið óspart greipar sópa fram úr ermum. Ég segi líka fyrir mig, að þegar ég sá, hve málið var yfirfangsmikið, fór mér ekki að standa á sel. En það fór hér sem oft- ar, að þegar hjálpin er stærst, er neyðin næst. Blessaður landb únaðarráðherrann kom nefnilega inn á fundinn, eins og þruma á nóttu, og sagði okkur að hvaða niðurstöðu við ættum að komast. Ég sé, að einn mótsgestur er farinn að skera ýsur og annar að draga hrúta, svo ég skal vera fljótur að binda botninn á þetta, og koma með bombuna. Þið þekkið öll hann Braga, sem kvað hann Dungal á stampinn í Alþýðublaðinu. Hér í þingskjalamöppunni minni hef ég vottorð frá sama Braga upp á það, að ég sé algerlega geril- sneyddur, hvað Deildartunguveikina snertir, og sé því öllum fjársmala landsins óhætt fyrir mér, þó ég fari um landið þvert og endilangt, og það um ósmitfrí héruð, og skulu illar tungur, sem hafa reynt að sverta mig í eyrum almennings, ekki aka feitum vagni frá þessari rógstarfsemi sinni. Að lokinni ræðu þingmanns vors, las fundar- stjóri upp samúðarskeyti frá báðum yfirlæknun- um á Kleppi og Vísindafélagi íslendinga. Þá kvað sér hljóðs þingeyskur útvarpshlustandi og flutti eftirfarandi andvarp, sem hann tileinkaði Jónasi Þorbergssyni og útvarpsráði: Andvarp flutt á Vitfirðingamóti. Nú tek ég í hönd mína blýant og blað og brosandi gegnum mín tár þér sendi ég, Jónas minn, þökk fyrir það, hve þú hefur reynzt vera klár. Því varla er hún ónýt sú andríkis bót, sem útvarpsins hlustendur fá. 104
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.