Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Síða 110

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Síða 110
Þingvísur. (XIII. 6.) svo ætlar Pálmi að spara hálfa aðra á rekstri ríkisskipanna, með því að selja Esju. Að vísu hef ég alltaf verið vantrúaður á þessa hugmynd Pálma, þó hún sé ættuð úr hinni einkar vönduðu revýu „Fornar Dyggðir“, og færi ég aðallega fyr- ir því þau rök, að Pálma þýðir ekkert að selja Esjuna; hann verður kallaður Súðarpálmi eftir sem áður, og hvar er þá árangurinn? Þegar ég minnist á Hjörvar og útvarpið, minnist ég auð- vitað útvarpsráðsins, þar sem Hjörvar er skrif- stofustjóri. Það hefur haft nóg að gera undan- farið, að verja mannorð sitt, og afneitaði einn daginn Guðbrandi þrisvar í trekk, og lýsti því yf- ir, að fyrirlestur, sem hann ætlaði að halda í aug- lýsingaskyni fyrir Happdrættið, tilheyrði alls ekki prógrammi ráðsins (var þó skársti liðurinn þann daginn). Hinsvegar sýnir þetta fyrirlestrarhald, að Háskólinn er hérmeð búinn að rétta Guðbrandi litlafingurinn, sem aldrei hefði orðið, ef Haraldur hefði ekki verið búinn að gera hann að prófessor. Eru allar horfur á, að Háskóli vor eigi eftir að sitja uppi með Guðbrand. Annars mun þessi mannorðshræðsla útvarpsráðs stafa af því, að það var nýbúið að fá bágt hjá Jónasi Þorbergssyni fyrir að hleypa Jóni á Akri í útvarpið, sem frægt er orðið, og hafði þau áhrif á sálarlíf útvarps- stjórans, að hann varð að fara í eftirlitsferð út um land, til að aðgæta siðferðið hjá innheimtu- mönnum stofnunarinnar, fyrir 15 króna dagpen- inga (sem er innlendi eftirlits-dagtaxtinn, en sá útlendi er 50 krónur, sem yfirfæra sig sjálfar). Eitthvert hrafl er hér af spurningum, sem ekki vildu brenna í miðstöðinni hjá mér. Stúlka af Vatnsleysuströnd spyr: „Hvernig stendur á því, að þegar hann Jón Eyþórsson var að svara spurningunni um jómfrúrnar í útvarpið um daginn, þá nefndi hann alls ekki hreinar jóm- frúr?“ Ég hef borið þetta undir nafna minn, og segist hann hafa verið í hálfgerðum hugaræsingi og gleymt þeim, en annars heyri þær undir Sigurð Einarsson sem hverjar aðrar fornar dyggðir. Stúlka úr Garðahreppi spyr: „Ég hef heyrt, að suður á Ítalíu beri kvenfólkið einskonar bombur á sokkabandinu sínu, sem springi, ef karlmenn áreita þær (stúlkurnar). Ætli svona tæki fáist á íslandi ?“ Ég hef borið þetta undir landlækni og lögreglu- stjóra, og fullyrða þeir, að þessi tæki séu alls ekki á markaðnum hér, sem stafi af því, að engin eftir- spurn hafi verið eftir þeim. Finnst mér það eftir- takanlegt, að þörfin skuli fyrst gera vart við sig í Garðahreppi, sbr. „því var víst aldrei um Álfta- Forsætisráðherra SPEGILSINS hélt, eins og að undanförnu, nýlega veizlu fyrir þingmenn vora. Fór þá svo sem oft vill verða, að er á hófið leið, tóku ýmsir út úr sér beinin og köstuðu hnút- um hver til annars. Varð af þessu en bezta skemmtun og uppbyggileg fyrir þjóð vora, ef út- varpið þekkti sinn vitjunartíma. Viljum vér því ekki láta hjá líða að birta hér nokkur sýnishorn alls þess andríkis, útvarpinu til frjálsra afnota. Okkar þingmenn ættu að vera — ekki til. — Heimskan sést við himin bera — hér um bil. — nes spáð . . .“. En þetta skaltu samt ekki taka nærri þér, stúlka mín. Láttu mig bara vita, ef þeir eru eitthvað að ybba sig við þig, þá skal ég skrifa honum Gismondi skólabróður mínum og láta hann senda mér nokkur stykki handa þér. Skagfirðingur spyr: „Er niðurlæging þingsins orðin svo fullkomin, að þingmenn geti ekki einu- sinni búið til þingvísur?“ Ég bar þetta strax undir Jörund, og hann hó- aði jafnskjótt saman þingveizlu, en fyrst var þing- mönnum gefið frí til að búa til vísur, sem þeir svo gætu mælt af munni fram í hófinu. Var svo haft nóg að drekka, enda rigndi vísunum eins og skæðadrífu. Vísurnar eru prentaðar annarsstaðar í blaðinu, en hér er þó ein vísa eftir þingmenn SPEGILSINS í félagi, sem seinna má birta í „ís- lenzkri fyndni“, því að þær þola hvaða afbökun sem er. 1. þm.: Hornfirðingar heimskir enn héma sjást á reiki. 2. þm.: Þegiðu, bölvaSur bjáninn þinn, sem hefur mæðuveiki. Af þessum sýnishornum má sjá, að ljóðagerð hefur sízt farið aftur í þinginu, og ætti það fram- vegis að líta sjálfu sér nær, þegar það úthlutar stærri skáldastyrkjunum. Jæja, blaðið er nú að þessu sinni á enda. Aðaljón. 106
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.